„Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur inn í leikinn," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. Njarðvík er heldur betur komið upp við vegg en eftir tapið í kvöld þá leiðir Keflavík einvígið 2-0. Leikurinn í kvöld var virkilega spennandi en Keflvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unni 67-64.
„Við töpuðum allt of mikið af boltum frá okkur sem Keflavík náði að nýta sér. Þegar ég lít yfir leikinn þá voru það þessir tæknilegu mistök af okkar hálfu sem kostuðu okkur þennan sigur".
„Keflavík kom gríðarlega sterkt inn í annan leikhlutann og eftir það voru þær alltaf skrefinu á undan. Við vorum virkilega nálægt þessu í lokin, en til að vinna lið eins og Keflavík þá verðum við einfaldlega að spila betur," sagði Sverrir
Við þurfum bara einn sigur í Keflavík til þess að fá annan leik á okkar heimavelli og það ætlum við okkur að gera," sagði Sverrir að lokum, en Njarðvík þarf nauðsynlega á sigri að halda í næsta leik annars eru þær á leiðinni í sumarfrí.
Sverrir: Gerðum of mikið af grundvallarmistökum
Stefán Árni Pálsson í Ljónagryfjunni skrifar

Mest lesið





Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn