Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum 3. apríl 2011 10:53 Jón Gnarr að halda ræðu í strætó. Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. Borgarstjórinn hóf ræðu sína á umfjöllun um tískuheiminn, hvernig tískan væri í raun flótti mannsins frá hinum ytri veruleika. Því næst sagði hann sögu hermanns sem lýsti því hvernig varalitur hefði ljáð hryllilegum aðstæðum sérstakan blæ. Gámur fullur af varalit varð til þess að hinir stríðshrjáðu sem og hermenn, gátu verið með varalit, þrátt fyrir að menn hefðu þurft að borða orma í matinn og konur hefðu verið ælandi á götum úti, meðan lík barna flutu um í iðandi straumi skólps. Sjálfur var Jón Gnarr varalitaður, hugsanlega til þess að undirstrika prýðina í miðri martröðinni. Samkvæmt Bleikt.is þá áttuðu sig ekki allir á samhengi ræðunnar. Marcella Martinelli, ritstjóri tískutímaritsins JF-W magazine í London, hélt að Jón væri snarbrjálaður íslenskur listamaður, eins og hún orðar það í viðtali við Bleikt.is. Þegar henni var tilkynnt að þetta væri borgarstjóri Reykjavíkur, hló hún upphátt og sagðist ekki trúa því. Bleikt.is óskaði eftir því að fá afrit af ræðu borgarstjórans en ekki fengið. Hægt er að lesa frekar um ræðu borgarstjórans hér. RFF Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. Borgarstjórinn hóf ræðu sína á umfjöllun um tískuheiminn, hvernig tískan væri í raun flótti mannsins frá hinum ytri veruleika. Því næst sagði hann sögu hermanns sem lýsti því hvernig varalitur hefði ljáð hryllilegum aðstæðum sérstakan blæ. Gámur fullur af varalit varð til þess að hinir stríðshrjáðu sem og hermenn, gátu verið með varalit, þrátt fyrir að menn hefðu þurft að borða orma í matinn og konur hefðu verið ælandi á götum úti, meðan lík barna flutu um í iðandi straumi skólps. Sjálfur var Jón Gnarr varalitaður, hugsanlega til þess að undirstrika prýðina í miðri martröðinni. Samkvæmt Bleikt.is þá áttuðu sig ekki allir á samhengi ræðunnar. Marcella Martinelli, ritstjóri tískutímaritsins JF-W magazine í London, hélt að Jón væri snarbrjálaður íslenskur listamaður, eins og hún orðar það í viðtali við Bleikt.is. Þegar henni var tilkynnt að þetta væri borgarstjóri Reykjavíkur, hló hún upphátt og sagðist ekki trúa því. Bleikt.is óskaði eftir því að fá afrit af ræðu borgarstjórans en ekki fengið. Hægt er að lesa frekar um ræðu borgarstjórans hér.
RFF Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira