Hildur Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við Snæfell og mun hún leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik næstu tvö árin. Hildur hefur verið lykilmaður í KR-liðinu undanfarin ár en hún er fædd og uppalinn í Stykkishólmi og mun hún styrkja hið unga lið Snæfells gríðarlega. Jón Ólafur Jónsson skrifaði einnig undir tveggja ára samning við Snæfell í dag.
Ingi Þór Steinþórsson sem þjálfar bæði karla og kvennalið félagsins sagði við visir.is í dag að það væri mikill fengur að fá Hildi. „Hún er góður leikmaður sem mun styrkja okkar unga lið gríðarlega. Í vetur var ég með tvo erlenda leikmenn auk Öldu Jónsdóttur en þær voru þær einu sem ekki voru gjaldgengar í unglingaflokk félagsins," sagði Ingi Þór.
Hildur Sigurðardóttir samdi við Snæfell
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti
