ESPN: Eiður Smári launahæstur - fær 286 milljónir á ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2011 17:15 Eiður Smári Guðjohnsenþ Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári er með 2,538 milljónir dollara í árslaun sem gera rétt rúmalega 286 milljónir íslenskra króna á ári. Liðsfélagi Eiðs Smára hjá Fulham, Zoltan Gera, er launahæsti Ungverjinn en hann fær 432 þúsundum dollurum meira á ári en Eiður eða rúmlega 48 milljónum íslenskra króna meira. ESPN tekur aðeins inn í þessar tölur launagreiðslur frá vinnuveitanda en tekjur vegna auglýsingasamninga eru ekki teknir með. Fyrrum formúlu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen er launahæsti Norðurlandabúinn með rúmar 26 milljónir dollara í árslaun en fótboltamenn eru launahæstir hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Svíinn, Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan, fær 12,7 milljónir dollara, Daninn Daniel Agger hjá Liverpool og Norðmaðurinn John Carew hjá Stoke fá báðir 4,5 milljónir dollara og Færeyingurinn Christian Holst hjá Silkeborg fær 1,6 milljónir dollara. Það er annars fróðlegt að líta yfir listann. Launahæsti Bandaríkjamaðurinn er hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez með 32 milljónir dollara í árslaun eða 3,6 milljarða íslenskra króna en formúlu eitt ökumaðurinn Lewis Hamilton er launahæsti Englendingurinn með 18,473 milljónir dollara á ári. Manchester United mennirnir John O'Shea (Írland, 6,8 milljónir dollara), Ryan Giggs (Wales - 6,3 milljónir) og Darren Fletcher (Skotland - 5,0 milljónir) eru launahæstu íþróttamenn sinna þjóða. United á fleiri menn á listanum því Ji-Sung Park (4,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Suður-Kóreu, Antonio Valencia (6,361 milljónir dollara) er sá launahæsti í Ekvador og Dimitar Berbatov (6,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Búlgaríu. Cristiano Ronaldo er launahæsti Portúgalinn (19,5 milljónir dollara) en það vekur athygli að Carlos Tevez fær hærri laun en landi sinn Lionel Messi hjá Barcelona. Tevez er með 19 milljónir dollara í árslaun. Körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki er launahæsti Þjóðverjinn, fótboltamaðurinn Franck Ribery er launahæsti Frakkinn, formúlu eitt ökumaðurinn Fernando Alonso er launahæsti Spánverjinn og mótorhjólakappinn Valentino Rossi er launahæsti Ítalinn. Knattspyrnumenn eru annars mjög áberandi og alls launahæstir hjá 114 þjóðum. Körfuboltamenn eru launahæstir hjá 18 þjóðum og hafnarboltaleikmenn eru tekjuhæstir hjá tólf þjóðum. Það má sjá allan listann með því að smella hér. Erlendar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári er með 2,538 milljónir dollara í árslaun sem gera rétt rúmalega 286 milljónir íslenskra króna á ári. Liðsfélagi Eiðs Smára hjá Fulham, Zoltan Gera, er launahæsti Ungverjinn en hann fær 432 þúsundum dollurum meira á ári en Eiður eða rúmlega 48 milljónum íslenskra króna meira. ESPN tekur aðeins inn í þessar tölur launagreiðslur frá vinnuveitanda en tekjur vegna auglýsingasamninga eru ekki teknir með. Fyrrum formúlu eitt ökumaðurinn Kimi Raikkonen er launahæsti Norðurlandabúinn með rúmar 26 milljónir dollara í árslaun en fótboltamenn eru launahæstir hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Svíinn, Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan, fær 12,7 milljónir dollara, Daninn Daniel Agger hjá Liverpool og Norðmaðurinn John Carew hjá Stoke fá báðir 4,5 milljónir dollara og Færeyingurinn Christian Holst hjá Silkeborg fær 1,6 milljónir dollara. Það er annars fróðlegt að líta yfir listann. Launahæsti Bandaríkjamaðurinn er hafnarboltamaðurinn Alex Rodriguez með 32 milljónir dollara í árslaun eða 3,6 milljarða íslenskra króna en formúlu eitt ökumaðurinn Lewis Hamilton er launahæsti Englendingurinn með 18,473 milljónir dollara á ári. Manchester United mennirnir John O'Shea (Írland, 6,8 milljónir dollara), Ryan Giggs (Wales - 6,3 milljónir) og Darren Fletcher (Skotland - 5,0 milljónir) eru launahæstu íþróttamenn sinna þjóða. United á fleiri menn á listanum því Ji-Sung Park (4,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Suður-Kóreu, Antonio Valencia (6,361 milljónir dollara) er sá launahæsti í Ekvador og Dimitar Berbatov (6,7 milljónir dollara) er sá launahæsti í Búlgaríu. Cristiano Ronaldo er launahæsti Portúgalinn (19,5 milljónir dollara) en það vekur athygli að Carlos Tevez fær hærri laun en landi sinn Lionel Messi hjá Barcelona. Tevez er með 19 milljónir dollara í árslaun. Körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki er launahæsti Þjóðverjinn, fótboltamaðurinn Franck Ribery er launahæsti Frakkinn, formúlu eitt ökumaðurinn Fernando Alonso er launahæsti Spánverjinn og mótorhjólakappinn Valentino Rossi er launahæsti Ítalinn. Knattspyrnumenn eru annars mjög áberandi og alls launahæstir hjá 114 þjóðum. Körfuboltamenn eru launahæstir hjá 18 þjóðum og hafnarboltaleikmenn eru tekjuhæstir hjá tólf þjóðum. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Erlendar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira