Fótbolti

Ronaldo með forystu í keppninni um Gullskóinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Cristiano Ronaldo skoraði fjögur mörk í 6-2 sigri Real Madrid gegn Sevilla um helgina og tók þar með forystuna í kapphlaupinu um Gullskóinn sem markahæsti leikmaður Evrópu fær ár hvert.

Ronaldo hefur alls skorað 33 mörk á leiktíðinni en með mörkunum fjórum um helgina tók hann fram úr Lionel Messi sem náði ekki að skora er lið hans, Barcelona, vann 2-0 sigur á grönnum sínum í Espanyol.

Mario Gomez skoraði einnig fjögur mörk um helgina er lið hans, Bayern München, vann stórsigur á St. Pauli, 8-1, í þýsku úrvalsdeildinni.

Aðeins mörk í deildakeppnum eru talin í þessari keppni en Messi hefur skorað meira en 50 mörk á tímabilinu í öllum keppnum.

Leikmenn í fimm sterkustu deildum Evrópu fá tvö stig fyrir hvert skorað mark. Færri stig eru gefin fyrir mörk í öðrum deildum.

Staðan 9. maí1. Cristiano Ronaldo, Real Madrid - 66 stig

2. Lionel Messi, Barcelona - 62

3. Antonio Di natale, Udinese - 56

4. Mario Gomez, Bayern München - 54

5. Edinson Cavani, Napoli - 52

6. Papiss Cisse, Freiburg - 44

7. Dimitar Berbatov, Manchester United - 42

7. Moussa Sow, Lille - 42

9. Samuel Eto'o, Inter - 40

9. Kevin Gameiro, Lorient - 40




Fleiri fréttir

Sjá meira


×