Facebook í rógsherferð gegn Google 12. maí 2011 14:49 Facebook gekk skrefinu of langt í baráttu sinni gegn Google með því að ráða almannatengslastofu til að fara í rógsherferð gegn Google. Þetta kemur fram á vefsíðunni business.dk. Þar segir að Facebook hafi ráðið með leynd almannatengslastofuna Burson-Marsteller til að dreifa neikvæðum sögum um svokallaða Social Circle þjónustu Google í fjölmiðla. Þessi þjónusta samhæfir notendur gmail hjá Google við Facebook. Á business.dk kemur fram að fréttamenn og bloggarar hafi strax fundið út að söguburður Burson-Marsteller hélt ekki vatni. Þeir fóru því að spyrja almannatenglana hver hefði ráðið þá til að dreifa þessum sögum. Aðspurður um málið segir talsmaður Facebook í samtali við The Daily Beast að Facebookmenn telji að þjónusta Google gangi of langt gegn einkalífi notendanna. Þar að auki séu þeir óánægðir með að Google setur upplýsingar frá Facebook inn á sínar síður sem þeir telja vera brot á reglum Facebook. Hingað til hefur Google ekki viljað tjá sig um málið. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook gekk skrefinu of langt í baráttu sinni gegn Google með því að ráða almannatengslastofu til að fara í rógsherferð gegn Google. Þetta kemur fram á vefsíðunni business.dk. Þar segir að Facebook hafi ráðið með leynd almannatengslastofuna Burson-Marsteller til að dreifa neikvæðum sögum um svokallaða Social Circle þjónustu Google í fjölmiðla. Þessi þjónusta samhæfir notendur gmail hjá Google við Facebook. Á business.dk kemur fram að fréttamenn og bloggarar hafi strax fundið út að söguburður Burson-Marsteller hélt ekki vatni. Þeir fóru því að spyrja almannatenglana hver hefði ráðið þá til að dreifa þessum sögum. Aðspurður um málið segir talsmaður Facebook í samtali við The Daily Beast að Facebookmenn telji að þjónusta Google gangi of langt gegn einkalífi notendanna. Þar að auki séu þeir óánægðir með að Google setur upplýsingar frá Facebook inn á sínar síður sem þeir telja vera brot á reglum Facebook. Hingað til hefur Google ekki viljað tjá sig um málið.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira