Axcel með einn mesta hagnað í sögu Danmerkur 12. maí 2011 10:29 Fjárfestingarsjóðurinn Axcel skilaði hagnaði upp á 11,5 milljarða danskra kr. eða yfir 250 milljarða kr. á síðasta ári. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða einn mesta hagnað á einu ári í sögu Danmerkur. Þessi góða staða Axcel hlýtur að vera tónlist í eyrum Seðlabankans og skilanefndar Kaupþings. Í samningum þeirra um söluna á FIH bankanum í fyrra var ákvæði um að Seðlabankinn og skilanefndin gætu fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það var orðað. „Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku,“ segir í fréttaskýringu á visir.is frá því fyrir áramótin. Hagnaður Axcel á síðasta ári er fjórfalt meiri en hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum og raunar hafa aðeins örfá dönsk fyrirtæki eða félög skilað jafnmiklum hagnaði á einu ári eins og t.d. Mærsk og Novo Nordisk. Helmingur af hagnaði Axcel er vegna sölu á hlutabréfum í skartgripaframleiðandanum Pandóru þegar Pandóra var skráð á markað í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Hinn helmingurinn er vegna gengishagnaðar af þeim hlutum sem Axcel á enn í Pandóru. Upphaflega var átti Axcel 60% í Pandóru, seldi helminginn við skráninguna og hélt helmingnum enn í bókum sínum. Skráning Pandóru er ein sú best heppnaða í kauphöllinni frá upphafi. Síðan Axcel var stofnaður árið 1994 hafa fjárfestar lagt 5,7 milljarða danskra kr. í sjóðinn. Hingað til hafa þeir fengið 11,4 milljarða danskra kr. til baka. Þar að auki fá þeir greidda 1,3 milljarða danskra kr. á næstu dögum. Tengdar fréttir Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46 Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestingarsjóðurinn Axcel skilaði hagnaði upp á 11,5 milljarða danskra kr. eða yfir 250 milljarða kr. á síðasta ári. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða einn mesta hagnað á einu ári í sögu Danmerkur. Þessi góða staða Axcel hlýtur að vera tónlist í eyrum Seðlabankans og skilanefndar Kaupþings. Í samningum þeirra um söluna á FIH bankanum í fyrra var ákvæði um að Seðlabankinn og skilanefndin gætu fengið einn milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. aukalega fyrir söluna á bankanum „ef allt fer á besta veg" eins og það var orðað. „Þessi upphæð mun koma úr sjóðnum Axcel sem FIH á hlutdeild í ásamt raunar Nordea bankanum, Lego fjölskyldunni og hópi af þekktum fjárfestum í Danmörku,“ segir í fréttaskýringu á visir.is frá því fyrir áramótin. Hagnaður Axcel á síðasta ári er fjórfalt meiri en hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum og raunar hafa aðeins örfá dönsk fyrirtæki eða félög skilað jafnmiklum hagnaði á einu ári eins og t.d. Mærsk og Novo Nordisk. Helmingur af hagnaði Axcel er vegna sölu á hlutabréfum í skartgripaframleiðandanum Pandóru þegar Pandóra var skráð á markað í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Hinn helmingurinn er vegna gengishagnaðar af þeim hlutum sem Axcel á enn í Pandóru. Upphaflega var átti Axcel 60% í Pandóru, seldi helminginn við skráninguna og hélt helmingnum enn í bókum sínum. Skráning Pandóru er ein sú best heppnaða í kauphöllinni frá upphafi. Síðan Axcel var stofnaður árið 1994 hafa fjárfestar lagt 5,7 milljarða danskra kr. í sjóðinn. Hingað til hafa þeir fengið 11,4 milljarða danskra kr. til baka. Þar að auki fá þeir greidda 1,3 milljarða danskra kr. á næstu dögum.
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46 Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu. 25. september 2010 16:46
Axcel hagnast um 280 milljarða á Pandóru Fjárfestingarsjóðurinn Axcel III hefur hagnast um 14 milljarða danskra kr. eða um 280 milljarða kr. á skráningu skartgripaframleiðandans Pandóru á markað í Kaupmannahöfn í dag. Meðal eigenda Axcel er FIH bankinn og munu bæði Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings njóta góðs af ótrúlegu gengi Pandóru. 5. október 2010 11:09