Fótbolti

Benzema vill vera áfram hjá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karim Benzema fær hér góð skilaboð frá Jose Mourinho.
Karim Benzema fær hér góð skilaboð frá Jose Mourinho. Mynd/AP
Karim Benzema, franski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid, vill alls ekki yfirgefa spænska stórliðið þrátt fyrir að hann hafi verið í vandræðum með að vinna sér sæti í byrjunarliðinu síðan að hann var keyptur frá Lyon fyrir 35 milljónir evra sumarið 2009.

Benzema er enn bara 23 ára gamall og hann er með samning við Real Madrid til ársins 2015. Benzema náði skora 26 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili þrátt fyrir að Jose Mourinho hafi gagnrýnt hann fyrir metnaðarleysi í upphafi tímabilsins. Benzema fékk að heilmikið að spila eftir að Gonzalo Higuain meiddist og nýtt sér það vel.

„Það eru allir að tala um að Mourinho hafi ekki trú á mér og að hann vilji selja mig. En ef þið skoðið bara leikjafjöldann hjá mér á þessu tímabili (48 leikir) þá er ekki hægt að sjá annað en að hann hafi trú á mér. Annars hefði ég væntanlega ekki spilað svona mikið," sagði Karim Benzema í viðtali við spænska blaðið Marca.

„Mourinho krefst mikils af mér en hann hefur hjálpað mér að bæta minn leik. Hann elskar að vinna og það geri ég líka. Hann er búinn að gera mig að sigurvegara bæði sem fótboltmann og sem persónu," sagði Benzema.

„Mér líður mjög vel í Madrid og finn mig vel í þessu liði. Ég elska stuðningsmennina, fólkið og leikvanginn. Ég mun vera hér í mörg ár til viðbótar," sagði Benzema.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×