Þetta var eins og í helvíti Boði Logason skrifar 25. maí 2011 14:49 Bændur í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur hafa smalað kindum í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Valgarður Gíslason „Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segir að askan sem fallið hefur til jarðar haldist nú á jörðu niðri en úrlítil úrkoma hefur verið á svæðinu í morgun. „Við erum núna að fara í gegnum féð okkar og skola úr augunum á þeim, það eru nokkrar kindur sem eru hreinlega blindar," segir Sigurður en það drápust þrjár ær og tvö lömb hjá honum í öskufallinu. „Við eigum eftir að fara meðfram skurðunum, en þeir eru allir fullir af ösku svo það sést ekkert sérstaklega vel, við munum skoða þá betur þegar það hefur rignt ofan í þá," segir Sigurður sem er með rúmlega 500 fjár og 30 hross á bænum hjá sér.Mörg lömb hafa drepist vegna öskufallsins. Mynd/Valgarður Gíslason„Við björguðum svo einni hryssu sem var föst ofan í skurði og svo misstum við eitt folald í köstun, hún var eitthvað að flýta sér hún átti ekkert að kasta núna," segir Sigurður. Hann segir að hann hafi ekki verið búinn að hleypa öllu fénu út þegar gosið byrjaði á laugardagskvöld. „Það var kuldaspá í loftunum og það hefði alveg eins getað snjóað eins og gerðist fyrir austan svo ég var með mikinn fjölda inni þegar gosið byrjaði."Eins og í helvíti Og Sigurður segir að nú sé mikið hreinsunarstarf framundan. „Askan er alls staðar en þó slapp heimilið okkar nokkuð vel, það er bara mikil aska í anddyrinu. Það var náttúrlega lítið hægt að fara um þegar verst var," segir hann. „Það var nú einhver gálgahúmor hérna eftir að gosið byrjaði að þetta væri svipað og að vera í helvíti, nema að þar væri aðeins heitara. Þegar þú fórst út með vasaljós, gerðu þau ekki neitt því þegar þú réttir fram hendina sástu ekki einu sinni fingurna." Hann segir að það hafi tekið á að vera upplifa öskufallið. „En það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu því þá fer maður bara yfir um, en auðvitað leið manni ekki vel að vita af skepnunum úti í þessum óþvera," segir hann. Grímsvötn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
„Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segir að askan sem fallið hefur til jarðar haldist nú á jörðu niðri en úrlítil úrkoma hefur verið á svæðinu í morgun. „Við erum núna að fara í gegnum féð okkar og skola úr augunum á þeim, það eru nokkrar kindur sem eru hreinlega blindar," segir Sigurður en það drápust þrjár ær og tvö lömb hjá honum í öskufallinu. „Við eigum eftir að fara meðfram skurðunum, en þeir eru allir fullir af ösku svo það sést ekkert sérstaklega vel, við munum skoða þá betur þegar það hefur rignt ofan í þá," segir Sigurður sem er með rúmlega 500 fjár og 30 hross á bænum hjá sér.Mörg lömb hafa drepist vegna öskufallsins. Mynd/Valgarður Gíslason„Við björguðum svo einni hryssu sem var föst ofan í skurði og svo misstum við eitt folald í köstun, hún var eitthvað að flýta sér hún átti ekkert að kasta núna," segir Sigurður. Hann segir að hann hafi ekki verið búinn að hleypa öllu fénu út þegar gosið byrjaði á laugardagskvöld. „Það var kuldaspá í loftunum og það hefði alveg eins getað snjóað eins og gerðist fyrir austan svo ég var með mikinn fjölda inni þegar gosið byrjaði."Eins og í helvíti Og Sigurður segir að nú sé mikið hreinsunarstarf framundan. „Askan er alls staðar en þó slapp heimilið okkar nokkuð vel, það er bara mikil aska í anddyrinu. Það var náttúrlega lítið hægt að fara um þegar verst var," segir hann. „Það var nú einhver gálgahúmor hérna eftir að gosið byrjaði að þetta væri svipað og að vera í helvíti, nema að þar væri aðeins heitara. Þegar þú fórst út með vasaljós, gerðu þau ekki neitt því þegar þú réttir fram hendina sástu ekki einu sinni fingurna." Hann segir að það hafi tekið á að vera upplifa öskufallið. „En það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu því þá fer maður bara yfir um, en auðvitað leið manni ekki vel að vita af skepnunum úti í þessum óþvera," segir hann.
Grímsvötn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira