Um sextíu björgunarsveitamenn eru nú að störfum á öskufallssvæðinu fyrir austan og fjöldi verkefna liggur fyrir og felast þau flest í aðstoð við bændur við smölun á fé og öðrum búpeningi, segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.
Verið er að heimsækja alla bæi á svæðinu til að kanna aðstæður. Að auki hafa lausamunir fokið frá byggingarsvæði og hefur þurft að hefta þá. „Björgunarsveitafólkið kemur flest frá Hvolsvelli og höfuðborgarsvæðinu. Bætt verður við fólki þegar líður á daginn. Þegar þetta er skrifað er nokkuð bjart á Klaustri en hífandi rok og öskufjúk. Hins vegar er dimmt yfir Fljótshverfi,“ segir í tilkynningunni.
Hjálpa bændum við smölun á fé og öðrum búpeningi

Mest lesið


Barn á öðru aldursári lést
Innlent

„Þetta er bara klúður“
Innlent

Heiða liggur enn undir feldi
Innlent





