Innlent

Ófærð víða á Austfjörðum

Vetrarríki og ófærð er víða á fjallvegum á Austfjörðum, en mokstur er víðast hvar hafinn.

Björgunarsveitarmenn frá Seyðisfirði þurftu tvívegis að aðstoða fólk í föstum bílum á Fjarðarheiði í gærkvöldi, eftir mikla snjókomu þar, auk þess sem vindur var hvass og þyrlaði upp nýföllnum snjónum.

Heiðin var svo lýst ófær, en nú er mokstur hafinn.

Brýnt er að það gangi vel því von er á hátt í 600 farþegum með Norrænu á eftir á fjölda bíla, sem allir eru á sumardekkjum, en Fjarðarheiðin er einn hæsti fjallvegur á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×