McDonald neitar að reka trúð sinn 24. maí 2011 08:39 „Ronald McDonald fer hvergi,“ þannig hljóða skilaboðin frá stjórn McDonald hamborgarakeðjunnar eftir að um 550 heilbrigðissamtök, stofnanir og sérfræðingar fóru að beita keðjuna þrýstingi um að losa sig við trúð sinn Ronald. Ástæðan fyrir þessum þrýstingi er að trúðurinn er talin slæm fyrirmynd fyrir börn. Gagnrýni fyrrgreindra aðila á Ronald gengur út á að trúðurinn markaðssetur óhollt ruslfæði handa börnum. Þrýstingurinn var svo tilkominn til að fá McDonald til að viðurkenna sinn þátt í offitu barna og óheilbrigði þeirra, að því er segir í frétt BBC um málið. Stjórn McDonald heldur því fram að keðjan bjóði upp á fjölbreytt úrval af mat með upplýsingum um næringargildi hans. Þá setji keðjan fram ábyrgar auglýsingar þar sem tekið er tillit til aldurs barna í markaðssetningunni. Ennfremur sé Ronald sendiherra keðjunnar þegar kemur að þeim góðgerðarsamtökum sem McDonald styrkir. Það eru samtökin Corporate Accountability Organisation sem standa á bakvið þrýstinginn á að trúðurinn Ronald verði rekinn úr starfi. Þessi samtök eru þekkt fyrir baráttu sína í að fá framleiðendur Camel sígaretta til að fella út fígúruna Joe the Camel úr auglýsingum sínum. Sú barátta gekk upp. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Ronald McDonald fer hvergi,“ þannig hljóða skilaboðin frá stjórn McDonald hamborgarakeðjunnar eftir að um 550 heilbrigðissamtök, stofnanir og sérfræðingar fóru að beita keðjuna þrýstingi um að losa sig við trúð sinn Ronald. Ástæðan fyrir þessum þrýstingi er að trúðurinn er talin slæm fyrirmynd fyrir börn. Gagnrýni fyrrgreindra aðila á Ronald gengur út á að trúðurinn markaðssetur óhollt ruslfæði handa börnum. Þrýstingurinn var svo tilkominn til að fá McDonald til að viðurkenna sinn þátt í offitu barna og óheilbrigði þeirra, að því er segir í frétt BBC um málið. Stjórn McDonald heldur því fram að keðjan bjóði upp á fjölbreytt úrval af mat með upplýsingum um næringargildi hans. Þá setji keðjan fram ábyrgar auglýsingar þar sem tekið er tillit til aldurs barna í markaðssetningunni. Ennfremur sé Ronald sendiherra keðjunnar þegar kemur að þeim góðgerðarsamtökum sem McDonald styrkir. Það eru samtökin Corporate Accountability Organisation sem standa á bakvið þrýstinginn á að trúðurinn Ronald verði rekinn úr starfi. Þessi samtök eru þekkt fyrir baráttu sína í að fá framleiðendur Camel sígaretta til að fella út fígúruna Joe the Camel úr auglýsingum sínum. Sú barátta gekk upp.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira