Elsta kampavín heimsins sló verðmet 5. júní 2011 07:41 Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni. Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu s.l. vetur í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Kampavínið sem hér um ræðir er af tegundunum Veuve Clicquet (Gula ekkjan) og Juglar og það er enn í drykkjarhæfu ástandi, raunar mjög góðu ástandi að sögn þeirra sérfræðinga sem fengið hafa að bragða á því. Það hefur legið í ísköldum sjó og fengið að þroskast allan þennan tíma. Talið er að skipið hafi farist um miðja nítjándu öld en um er að ræða 23 metra langt tréskip sem var á leið til Pétursborgar. Það var flaska af Gulu ekkjunni sem greiddar voru fimm milljónir kr. fyrir en tvær aðrar flöskur sem boðnar voru upp saman voru slegnar á 54.000 evrur eða ríflega 8 milljónir kr. Andvirði þess sem fékkst á uppboðinu verður notað til að bæta umhverfi hafsins í kringum Álandseyjar þar sem flöskurnar fundust. Fyrra verðmet fyrir staka flösku af kampavíni var sett í Hong Kong í fyrra. Þá var flaska af Krug frá árinu 1928 seld á uppboði fyrir 2,4 milljónir kr. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni. Kafarar sem sérhæfa sig í leit að skipsflökum duttu s.l. vetur í lukkupottinn í Eystrasalti nálægt Álandseyjum. Þar fundu þeir hátt í 200 ára gamalt skipsflak sem fulllestað var með eðalkampavíni. Kampavínið sem hér um ræðir er af tegundunum Veuve Clicquet (Gula ekkjan) og Juglar og það er enn í drykkjarhæfu ástandi, raunar mjög góðu ástandi að sögn þeirra sérfræðinga sem fengið hafa að bragða á því. Það hefur legið í ísköldum sjó og fengið að þroskast allan þennan tíma. Talið er að skipið hafi farist um miðja nítjándu öld en um er að ræða 23 metra langt tréskip sem var á leið til Pétursborgar. Það var flaska af Gulu ekkjunni sem greiddar voru fimm milljónir kr. fyrir en tvær aðrar flöskur sem boðnar voru upp saman voru slegnar á 54.000 evrur eða ríflega 8 milljónir kr. Andvirði þess sem fékkst á uppboðinu verður notað til að bæta umhverfi hafsins í kringum Álandseyjar þar sem flöskurnar fundust. Fyrra verðmet fyrir staka flösku af kampavíni var sett í Hong Kong í fyrra. Þá var flaska af Krug frá árinu 1928 seld á uppboði fyrir 2,4 milljónir kr.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira