Fótbolti

Puyol frá í 2-3 mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Óvíst er hvort að Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, verði klár í slaginn þegar nýtt tímabil hefst á Spáni en hann gekkst undir aðgerð á hné í gær.

Puyol var mikið frá vegna meiðslanna eftir áramót og var til að mynda á bekknum þegar að Barcelona mætti Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina.

Tilkynnt var í gær að aðgerðin hafi heppnast vel og að hann þurfi um 2-3 mánuði til að jafna sig. Einn læknanna sem framkvæmdi aðgerðina sagði að meiðslin hafi líklega byrjað þegar hann fékk högg á hnéð í leik gegn Malaga í janúar síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×