Fótbolti

Toulalan til Malaga - enn fjölgar kempunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Toulalan í baráttu við Carlos Vela á HM í Suður-Afríku síðastliðið sumar
Toulalan í baráttu við Carlos Vela á HM í Suður-Afríku síðastliðið sumar
Spænska knattspyrnufélagið Malaga hefur gengið frá kaupum á Jeremy Toulalan frá Lyon. Toulalan sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Malaga hefur spilað 36 landsleiki fyrir Frakkland.

Toulalan, sem var í leikmannahópi Frakklands á EM 2008 og HM 2010, er enn ein kempan sem gengur til liðs við Malaga. Ruud Van Nistelrooy og Joris Mathijsen úr silfurliði HM 2010 eru á meðal nýrra leikmanna félagsins.

Þjálfari félagsins, Manuel Pellegrini, bætti ennfremur þeim Julio Baptista, Enzo Maresca og Martni Demichelis við leikmannahóp félagsins á síðasta tímabili.

Malaga er í eigu meðlima konungsfjölskyldunnar frá Katar og eru háleit markmið á suðurströnd Spánar um gott gengi liðsins á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×