Fótbolti

Thiago samningsbundinn Barcelona til 2015

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thiago, til vinstri, í leik með spænska landsliðinu á EM í Danmörku.
Thiago, til vinstri, í leik með spænska landsliðinu á EM í Danmörku. Nordic Photos / AFP
Spænska stórliðið Barcelona var ekki lengi að tryggja það að ungstirnið Thiago Alcantara sé ekki á leið neitt annað á næstu árum. Hann skrifaði í dag undir nýjan samning sem gildir til ársins 2015.

Thiago sló í gegn á EM U-21 liða í Danmörku þar sem hann varð Evrópumeistari með liði Spánar. Hann skoraði annað mark Spánar í 2-0 sigri á Sviss í úrslitaleiknum.

Hann er tvítugur miðvallarleikmaður og var sagður á leið frá Barcelona í spænskum fjölmiðlum. Börsungar buðu honum hins vegar tveggja ára framlengingu á núverandi samningi hans og er hann nú með klausu í samningnum sem segir að Barcelona þurfi ekki að selja hann nema að félaginu berist tilboð upp á 90 milljónir evra.

Thiago fæddist reyndar á Ítalíu og er sonur Brasilíumannsins Mazinho sem varð heimsmeistari með Brössum árið 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×