FH leikur gegn CD Nacional frá Portúgal í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en dregið var í dag. Bikarmeistararnir úr Hafnarfirði fara beint inn í 2. umferð keppninnar og fara leikirnir fram 14. og 21. júlí. CD Nacional er frá portúgölsku eyjunni Madeira en liðið endaði í sjötta sæti í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

