Fótbolti

Zidane mun vinna náið með Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zidane.
Zidane.
Frakkinn Zinedine Zidane mun taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid. José Mourinho, þjálfari liðsins, vildi að hann tæki starfið að sér. Þeir munu því vinna þétt saman á næstu leiktíð.

Zidane er goðsögn hjá félaginu og hefur hingað til verið í ráðgjafarhlutverki fyrir forseta félagsins, Florentino Perez.

"Mourinho hafði áhrif á þessa ákvörðun mína sem og Perez. Ég mun taka við starfinu á mánudag," sagði Zidane.

Zidane er sagður eiga stóran þátt í þetta að hinn 18 ára gamli franski varnarmaður, Raphael Varane, ákvað að fara til félagsins.

Frakkinn hefur síðan viðurkennt að Real sé á eftir Brasilíumanninum Neymar en það var reyndar lítið leyndarmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×