Dr. Doom spáir djúpri niðursveiflu árið 2013 7. júlí 2011 09:20 Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. Sem stendur séu stærstu hagkerfi heimsins eins og Bandaríkin og Evrópusambandið, aðeins að velta vandanum á undan sér. Þessi frestun rekist síðan á vegg árið 2013 og afleiðingarnar verða sársaukafullar. Vandinn sem Roubini ræðir um hér eru gífurlegar skuldir, einkum hins opinbera beggja vegna Atlantshafsins. Þá sé hagkerfi Kína einnig að ofhitna og muni enda í slæmri brotlendingu. Roubini fékk viðurnefni sitt eftir að hann spáði rétt fyrir um upphaf fjármálakreppunnar árið 2008. Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni segir Roubini hvað Bandaríkin varðar að þegar stjórnvöld þar neyðist loksins til að taka á opinberum skuldum landsins með niðurskurði, skattahækkunum og aðhaldsaðgerðum muni það setja veikan efnahagsbata landsins úr skorðum. Afleiðingin verður áframhaldandi mikið atvinnuleysi sem svo aftur dregur úr neyslu sem síðan dregur enn meir úr hagvextinum. Hvað Kína varðar segir Roubini að landið verði að bregðast við vaxandi verðbólgu með aðgerðum sem draga úr hagvextinum og þar með mun eftirspurn eftir innfluttum vörum minnka þarlendis. Í þessu sambandi má nefna að seðlabanki Kína hefur hækkað stýrivexti sína sex sinnum frá því í október á síðasta ári til að reyna að halda aftur af verðbólgunni í landinu. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur dr. Doom, spáir því að efnahagskerfi heimsins muni taka mjög djúpa niðursveiflu árið 2013. Sem stendur séu stærstu hagkerfi heimsins eins og Bandaríkin og Evrópusambandið, aðeins að velta vandanum á undan sér. Þessi frestun rekist síðan á vegg árið 2013 og afleiðingarnar verða sársaukafullar. Vandinn sem Roubini ræðir um hér eru gífurlegar skuldir, einkum hins opinbera beggja vegna Atlantshafsins. Þá sé hagkerfi Kína einnig að ofhitna og muni enda í slæmri brotlendingu. Roubini fékk viðurnefni sitt eftir að hann spáði rétt fyrir um upphaf fjármálakreppunnar árið 2008. Í viðtali á CNBC sjónvarpsstöðinni segir Roubini hvað Bandaríkin varðar að þegar stjórnvöld þar neyðist loksins til að taka á opinberum skuldum landsins með niðurskurði, skattahækkunum og aðhaldsaðgerðum muni það setja veikan efnahagsbata landsins úr skorðum. Afleiðingin verður áframhaldandi mikið atvinnuleysi sem svo aftur dregur úr neyslu sem síðan dregur enn meir úr hagvextinum. Hvað Kína varðar segir Roubini að landið verði að bregðast við vaxandi verðbólgu með aðgerðum sem draga úr hagvextinum og þar með mun eftirspurn eftir innfluttum vörum minnka þarlendis. Í þessu sambandi má nefna að seðlabanki Kína hefur hækkað stýrivexti sína sex sinnum frá því í október á síðasta ári til að reyna að halda aftur af verðbólgunni í landinu.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira