Spenna á markaði vegna vaxtaákvörðunar ECB 6. júlí 2011 12:49 Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í raun sé það heldur ekki ákvörðunin sem slík sem kallar fram þessa spennu heldur er það heldur hvort tónn seðlabankastjórans Jean-Claude Trichet verði harður eða ekki. Allvíða meðal seðlabanka er hækkun vaxta hafin til þess að stemma stigu við aukinni verðbólgu. Nú síðast, þ.e. fyrr í þessari viku, hækkaði sænski seðlabankann, Riksbank, stýrivexti sína um 25 punkta og var þetta í þriðja sinn á þessu ári sem bankinn hækkar vexti. Standa stýrivextir Riksbank nú í 2,0%. Önnur lönd sem hafa hækkað vexti sína á árinu eru Noregur, Danmörk, Pólland, Ungverjaland og Rússland svo einhver séu nefnd. Jafnframt er almennt við því búist að Bretland muni bætast í þennan hóp nú á þriðja ársfjórðungi en vaxtaákvörðun er einnig hjá Englandsbanka á morgun. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum. Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi séu til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Þau ríki sem eru með hærri stýrivexti en Ísland eru m.a. Brasilía (12,25%), Rússland (8,25%), Indland (7,5%), Kína (6,31%), Ungverjaland (6,0%) og Pólland (4,5%), en seðlabankar allra þessara landa hafa hækkað vexti sína á þessu ári. Einnig eru vextir hærri í Úkraínu (7,75%), Rúmeníu (6,25%), Suður Afríku (5,5%) og Tyrklandi (6,25%) en ekkert þessara ríkja hefur hafið vaxtahækkunarferli að nýju eftir fjármálakreppuna. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1,25%, 0,5% í Bretlandi og svo 0,25% í Bandaríkjunum og Sviss. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í raun sé það heldur ekki ákvörðunin sem slík sem kallar fram þessa spennu heldur er það heldur hvort tónn seðlabankastjórans Jean-Claude Trichet verði harður eða ekki. Allvíða meðal seðlabanka er hækkun vaxta hafin til þess að stemma stigu við aukinni verðbólgu. Nú síðast, þ.e. fyrr í þessari viku, hækkaði sænski seðlabankann, Riksbank, stýrivexti sína um 25 punkta og var þetta í þriðja sinn á þessu ári sem bankinn hækkar vexti. Standa stýrivextir Riksbank nú í 2,0%. Önnur lönd sem hafa hækkað vexti sína á árinu eru Noregur, Danmörk, Pólland, Ungverjaland og Rússland svo einhver séu nefnd. Jafnframt er almennt við því búist að Bretland muni bætast í þennan hóp nú á þriðja ársfjórðungi en vaxtaákvörðun er einnig hjá Englandsbanka á morgun. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum. Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi séu til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Þau ríki sem eru með hærri stýrivexti en Ísland eru m.a. Brasilía (12,25%), Rússland (8,25%), Indland (7,5%), Kína (6,31%), Ungverjaland (6,0%) og Pólland (4,5%), en seðlabankar allra þessara landa hafa hækkað vexti sína á þessu ári. Einnig eru vextir hærri í Úkraínu (7,75%), Rúmeníu (6,25%), Suður Afríku (5,5%) og Tyrklandi (6,25%) en ekkert þessara ríkja hefur hafið vaxtahækkunarferli að nýju eftir fjármálakreppuna. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1,25%, 0,5% í Bretlandi og svo 0,25% í Bandaríkjunum og Sviss.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira