Umfjöllun: FH á enn möguleika fyrir síðari leikinn Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar 14. júlí 2011 14:54 FH-ingar mæta uppeldisfélagi Cristiano Ronaldo í kvöld. Mynd/Daníel FH gerði jafntefli við C.D. Nacional í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrri leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld, en sá síðari fer fram í Portúgal í næstu viku. Freyr Bjarnason skoraði eina mark FH í leiknum í kvöld, en það kom á 67. mínútu með skalla. FH hóf leikinn af krafti og var mun betri aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Á 20. mínútu komst Ólafur Páll Snorrason í frábært færi, en hann var allt einu einn á móti markmanninum, Elisson, en hann varði got skot Ólafs vel. Tíu mínútum síðar stimplaði Atli Viðar Björnsson inn í leikinn þegar hann slapp einn í gegnum vörn Nacional, reyndi að vippa boltanum í netið en aftur var Elisson vel á varðbergi. Tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleik björguðu FH-ingar tvívegis á línu en í bæði skiptin var það Atli Guðnason sem var réttur maður á réttum stað. Gestirnir pressuðu stíft að marki FH undir lok hálfleiksins og það bar árangur þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleiknum. Edgar Costa, leikmaður Nacional, skoraði ágætt mark eftir að hafa potað boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Daniel Candeias. FH-ingar gáfust ekki upp í síðari hálfleik og börðust allan leikinn eins og ljón. Dugnaðurinn skilaði árangri þegar Freyr Bjarnason skallaði boltann í netið og jafnaði metin á 67. Mínútu eftir frábæra hornspyrnu frá Ólafi Páli Snorrasyni. FH-ingar pressuðu stíft á lið Nacional undir lokin, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni fyrir Hafnafjarðarliðið, en þeir verða að halda markinu hreinu út í Portúgal í næstu viku og vonast til þess að koma inn einu marki. Síðari leikurinn fer fram ytra þann 21. júlí. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Sjá meira
FH gerði jafntefli við C.D. Nacional í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í fyrri leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld, en sá síðari fer fram í Portúgal í næstu viku. Freyr Bjarnason skoraði eina mark FH í leiknum í kvöld, en það kom á 67. mínútu með skalla. FH hóf leikinn af krafti og var mun betri aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Á 20. mínútu komst Ólafur Páll Snorrason í frábært færi, en hann var allt einu einn á móti markmanninum, Elisson, en hann varði got skot Ólafs vel. Tíu mínútum síðar stimplaði Atli Viðar Björnsson inn í leikinn þegar hann slapp einn í gegnum vörn Nacional, reyndi að vippa boltanum í netið en aftur var Elisson vel á varðbergi. Tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleik björguðu FH-ingar tvívegis á línu en í bæði skiptin var það Atli Guðnason sem var réttur maður á réttum stað. Gestirnir pressuðu stíft að marki FH undir lok hálfleiksins og það bar árangur þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleiknum. Edgar Costa, leikmaður Nacional, skoraði ágætt mark eftir að hafa potað boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Daniel Candeias. FH-ingar gáfust ekki upp í síðari hálfleik og börðust allan leikinn eins og ljón. Dugnaðurinn skilaði árangri þegar Freyr Bjarnason skallaði boltann í netið og jafnaði metin á 67. Mínútu eftir frábæra hornspyrnu frá Ólafi Páli Snorrasyni. FH-ingar pressuðu stíft á lið Nacional undir lokin, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni fyrir Hafnafjarðarliðið, en þeir verða að halda markinu hreinu út í Portúgal í næstu viku og vonast til þess að koma inn einu marki. Síðari leikurinn fer fram ytra þann 21. júlí.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Sjá meira