Evrópskir ráðamenn lýsa yfir stríði gegn matsfyrirtækjum Hafsteinn Hauksson skrifar 13. júlí 2011 12:03 Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. Írland varð í gær þriðja Evrópusambandsríkið til að lenda í ruslflokki hjá stóru matsfyrirtækjunum þegar Moody's færði lánshæfiseinkunn ríkisins niður, aðeins um viku eftir að fyrirtækið niðurfærði einkunn Portúgals. Moody's fullyrðir að þetta hafi verið gert þar sem mikil hætta sé á að Írar þurfi annan björgunarpakka að tveimur árum liðnum, þegar áætlað er að núverandi björgunaraðgerðum linni, auk þess sem hagkerfið standi höllum fæti. Haft er eftir Richard Bruton, efnahagsráðherra landsins, að lækkun einkunnarinnar hafi skaðleg áhrif á efnahagslegan bata landsins, en margir írskir stjórnmálamenn eru æfir yfir ákvörðun matsfyrirtækisins. Bruton fullyrðir að Írland hafi verið á réttri leið, en hafi með niðurfærslu Moodys flækst í vandamál annarra veikari evruríkja. Hann sagði að ákvörðun fyrirtækisins væri ergjandi, en aðrir í æðstu stjórn ríkisins hafa sömuleiðis fullyrt að það væri óréttlátt að flokka ríkisskuldabréfin sem rusl og það stangaðist á við álit hinna matsfyrirtækjanna. Framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins fullyrðir að hann komi til með að kynna beinskeyttar aðgerðir til að takmarka vald matsfyrirtækjanna í haust, en Christine Lagarde, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur stungið upp á að þeim verði bannað að veita Evrópuríkjum sem nú þiggja efnahagslega aðstoð lánshæfiseinkunnir. Annar framkvæmdastjóri innan Evrópusambandsins hefur fullyrt að matsfyrirtækin myndi viðskiptahring sem þurfi að mala mélinu smærra, þar sem þau reyni nú að hlutast til um framtíð Evrópu og evrunnar. Erlendir fjölmiðlar hafa túlkað þessi ummæli sem beina stríðsyfirlýsingu Evrópskra stjórnmálamanna á hendur matsfyrirtækjunum. Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. Írland varð í gær þriðja Evrópusambandsríkið til að lenda í ruslflokki hjá stóru matsfyrirtækjunum þegar Moody's færði lánshæfiseinkunn ríkisins niður, aðeins um viku eftir að fyrirtækið niðurfærði einkunn Portúgals. Moody's fullyrðir að þetta hafi verið gert þar sem mikil hætta sé á að Írar þurfi annan björgunarpakka að tveimur árum liðnum, þegar áætlað er að núverandi björgunaraðgerðum linni, auk þess sem hagkerfið standi höllum fæti. Haft er eftir Richard Bruton, efnahagsráðherra landsins, að lækkun einkunnarinnar hafi skaðleg áhrif á efnahagslegan bata landsins, en margir írskir stjórnmálamenn eru æfir yfir ákvörðun matsfyrirtækisins. Bruton fullyrðir að Írland hafi verið á réttri leið, en hafi með niðurfærslu Moodys flækst í vandamál annarra veikari evruríkja. Hann sagði að ákvörðun fyrirtækisins væri ergjandi, en aðrir í æðstu stjórn ríkisins hafa sömuleiðis fullyrt að það væri óréttlátt að flokka ríkisskuldabréfin sem rusl og það stangaðist á við álit hinna matsfyrirtækjanna. Framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins fullyrðir að hann komi til með að kynna beinskeyttar aðgerðir til að takmarka vald matsfyrirtækjanna í haust, en Christine Lagarde, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur stungið upp á að þeim verði bannað að veita Evrópuríkjum sem nú þiggja efnahagslega aðstoð lánshæfiseinkunnir. Annar framkvæmdastjóri innan Evrópusambandsins hefur fullyrt að matsfyrirtækin myndi viðskiptahring sem þurfi að mala mélinu smærra, þar sem þau reyni nú að hlutast til um framtíð Evrópu og evrunnar. Erlendir fjölmiðlar hafa túlkað þessi ummæli sem beina stríðsyfirlýsingu Evrópskra stjórnmálamanna á hendur matsfyrirtækjunum.
Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira