Vogunarsjóðir gera viðamikla árás á Ítalíu 11. júlí 2011 10:24 Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. Þetta kemur fram í Financial Times. Þar segir að töluverður fjöldi stærri vogunarsjóða Bandaríkjanna standi á bakvið árásina með skortsölum á ítölskum ríkisskuldabréfum. Þeir veðja á að verð þessara bréfa muni falla. Financial Times segir að svona mikil skortsala í einu á afmörkuðu sviði hafi þau áhrif að aðrir fjárfestar reyni að losa sig við skuldabréfin og þar með lækka þau enn frekar í verði og vogunarsjóðirnir fitna á móti. Blaðið byggir frétt sína á heimildum innan vogunarsjóðanna sem segja að sjóðirnir hafi nýlega skipt um fjárfestingarstefnu gagnvart Ítalíu með því að fara yfir í skortsölu á ríkisskuldabréfunum. Vogunarsjóðirnir veðja á að Ítalía verði næsta evru-landið sem lendir í skuldakreppu. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum eru farnir að hækka töluvert og bréfin þar með að lækka í verði. Vextir á 10 ára ítölskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað um 0,5 prósentur og standa í 5,45%. Þetta eru hæstu vextir á þessum bréfum frá því að evrusamstarfinu var komið á árið 1999. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. Þetta kemur fram í Financial Times. Þar segir að töluverður fjöldi stærri vogunarsjóða Bandaríkjanna standi á bakvið árásina með skortsölum á ítölskum ríkisskuldabréfum. Þeir veðja á að verð þessara bréfa muni falla. Financial Times segir að svona mikil skortsala í einu á afmörkuðu sviði hafi þau áhrif að aðrir fjárfestar reyni að losa sig við skuldabréfin og þar með lækka þau enn frekar í verði og vogunarsjóðirnir fitna á móti. Blaðið byggir frétt sína á heimildum innan vogunarsjóðanna sem segja að sjóðirnir hafi nýlega skipt um fjárfestingarstefnu gagnvart Ítalíu með því að fara yfir í skortsölu á ríkisskuldabréfunum. Vogunarsjóðirnir veðja á að Ítalía verði næsta evru-landið sem lendir í skuldakreppu. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum eru farnir að hækka töluvert og bréfin þar með að lækka í verði. Vextir á 10 ára ítölskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað um 0,5 prósentur og standa í 5,45%. Þetta eru hæstu vextir á þessum bréfum frá því að evrusamstarfinu var komið á árið 1999.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira