Fótbolti

Bojan seldur til Roma en Barcelona fær hann aftur 2013

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Faðir Bojan og alnafni var atvinnumaður hjá Rauðu Stjörnunni á sínum tíma.
Faðir Bojan og alnafni var atvinnumaður hjá Rauðu Stjörnunni á sínum tíma. Nordic Photos/Getty Images
Spænski framherjinn Bojan Krkic er á leið til Roma og leikur í Serie A næstu tvö árin. Kaupsamningur Barcelona og Roma er í einkennilegri kantinum. Í honum er ákvæði þess efnis að Barcelona kaupi Bojan aftur til félagsins að tveimur árum liðnum.

Kaupverð Bojan er 12 milljón evrur eða sem nemur um tveimur milljörðum íslenskra króna. Evrópumeistararnir þurfa að borga aðeins meira fyrir Bojan sumarið 2013 eða 13 milljón evrur. Roma hefur hins vegar möguleika á að halda Bojan í sínum herbúðum en þá hækkar kaupverðið um 28 milljónir evra, þ.e. fer í 40 milljón evrur.

Bojan hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona undanfarin ár. Hann bætti enn einni skrautfjöðrinni í hattinn í sumar þegar Spánverjar urðu Evrópumeistarar landsliða 21 árs og yngri.

Hjá Roma hittir Bojan fyrir Luis Enrique, fyrrum leikmann Barcelona og Real Madrid, sem þjálfaði B-lið Barcelona á síðustu leiktíð með góðum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×