Fótbolti

Casillas: Sigurinn sem breytti öllu fyrir Spánverja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Iker Casillas fagnar konungsbikarnum með Real Madrid á síðustu leiktíð.
Iker Casillas fagnar konungsbikarnum með Real Madrid á síðustu leiktíð. Nordic Photos/AFP
Iker Casillas landsliðsmarkvörður og fyrirliði Spánverja segir sigurinn á Ítalíu í vítaspyrnukeppninni á Evrópumótinu 2008 ástæðuna á bak við velgengni Spánverja á EM 2008 og HM 2010. Þann dag hafi lukkan snúist á band með Spánverjum.

Spánverjar eru komnir til Ítalíu þar sem þeir mæta heimamönnum í vináttuleik í Bari annað kvöld. Casillas átti stórleik í sigrinum á Ítalíu árið 2008.

„Með sigrinum var þungu fargi af okkur létt. Pressan var farin,“ sagði Casillas sem varði tvær vítaspyrnur Ítala í vítaspyrnukeppninni en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

„Frá og með leiknum gegn Rússum í undanúrslitum breyttist leikur okkar og heppnin líka. Hún hafði ekki verið með okkur áður. Þetta breyttist allt á einu augnabliki,“ sagði Casillas.

Real Madrid, félag Casillas, mætir Barcelona í árlegu einvígi meistaranna og bikarmeistaranna á Spáni á sunnudag. Leikurinn er fyrri viðureignin í einvígi erkifjendanna en Casillas er þó aðeins með hugann við landsleikinn annað kvöld.

„Þegar Spánn tapaði vináttuleikjum gegn Portúgal (4-0) og gegn Argentínu (4-1) á síðasta ári vorum við gagnrýndir fyrir að geta ekki verið heimsmeistaratitil okkar. Við þurfum að sýna að það er ástæða fyrir því að Spánn er heimsmeistari. Við þurfum að leggja 200 prósent á okkur vegna þess að andstæðingar okkar munu gefa allt í leikinn,“ sagði Casillas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×