Fáránlegasti dagurinn á markaðinum í 12 ár 9. ágúst 2011 13:38 Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst. Það sem leit út fyrir að verða enn eitt blóðbaðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum fyrir opnun þeirra snemma í morgun breyttist í góðar plústölur við opnunina. Síðan kom einhver örvænting upp þannig að stærstu vísitölurnar sýndu allt í einu mínusa upp á 6% um miðjan morguninn. Og nú, um og eftir hádegið, hefur staðan sveiflast aftur og aftur. Drusebjerg bendir á að á einum tímapunkti hafi Dax vísitalan í Frankfurt legið í mínus 6% en aðeins augnabliki síðar hafi öll Evrópa verið í grænum tölum. Hann segir að það sé eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi sem geti skýrt þetta. Drusebjerg telur að sveiflurnar á milli örvæntingar og bjartsýni megi m.a. rekja til þess að þrátt fyrir hlutabréfahrunið sýni afkomutölur fyrirtækja og félaga góða stöðu þeirra og töluverðan hagnað. Samkvæmt þeim sé ekki um efnahagslega niðursveiflu að ræða og því fé að sækja á mörkuðum. Á móti þessu kemur síðan pólitísk óvissa og vantrú á getu stjórnmálamanna til að grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn skuldakreppunni. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst. Það sem leit út fyrir að verða enn eitt blóðbaðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum fyrir opnun þeirra snemma í morgun breyttist í góðar plústölur við opnunina. Síðan kom einhver örvænting upp þannig að stærstu vísitölurnar sýndu allt í einu mínusa upp á 6% um miðjan morguninn. Og nú, um og eftir hádegið, hefur staðan sveiflast aftur og aftur. Drusebjerg bendir á að á einum tímapunkti hafi Dax vísitalan í Frankfurt legið í mínus 6% en aðeins augnabliki síðar hafi öll Evrópa verið í grænum tölum. Hann segir að það sé eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi sem geti skýrt þetta. Drusebjerg telur að sveiflurnar á milli örvæntingar og bjartsýni megi m.a. rekja til þess að þrátt fyrir hlutabréfahrunið sýni afkomutölur fyrirtækja og félaga góða stöðu þeirra og töluverðan hagnað. Samkvæmt þeim sé ekki um efnahagslega niðursveiflu að ræða og því fé að sækja á mörkuðum. Á móti þessu kemur síðan pólitísk óvissa og vantrú á getu stjórnmálamanna til að grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn skuldakreppunni.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira