Fáránlegasti dagurinn á markaðinum í 12 ár 9. ágúst 2011 13:38 Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst. Það sem leit út fyrir að verða enn eitt blóðbaðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum fyrir opnun þeirra snemma í morgun breyttist í góðar plústölur við opnunina. Síðan kom einhver örvænting upp þannig að stærstu vísitölurnar sýndu allt í einu mínusa upp á 6% um miðjan morguninn. Og nú, um og eftir hádegið, hefur staðan sveiflast aftur og aftur. Drusebjerg bendir á að á einum tímapunkti hafi Dax vísitalan í Frankfurt legið í mínus 6% en aðeins augnabliki síðar hafi öll Evrópa verið í grænum tölum. Hann segir að það sé eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi sem geti skýrt þetta. Drusebjerg telur að sveiflurnar á milli örvæntingar og bjartsýni megi m.a. rekja til þess að þrátt fyrir hlutabréfahrunið sýni afkomutölur fyrirtækja og félaga góða stöðu þeirra og töluverðan hagnað. Samkvæmt þeim sé ekki um efnahagslega niðursveiflu að ræða og því fé að sækja á mörkuðum. Á móti þessu kemur síðan pólitísk óvissa og vantrú á getu stjórnmálamanna til að grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn skuldakreppunni. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst. Það sem leit út fyrir að verða enn eitt blóðbaðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum fyrir opnun þeirra snemma í morgun breyttist í góðar plústölur við opnunina. Síðan kom einhver örvænting upp þannig að stærstu vísitölurnar sýndu allt í einu mínusa upp á 6% um miðjan morguninn. Og nú, um og eftir hádegið, hefur staðan sveiflast aftur og aftur. Drusebjerg bendir á að á einum tímapunkti hafi Dax vísitalan í Frankfurt legið í mínus 6% en aðeins augnabliki síðar hafi öll Evrópa verið í grænum tölum. Hann segir að það sé eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi sem geti skýrt þetta. Drusebjerg telur að sveiflurnar á milli örvæntingar og bjartsýni megi m.a. rekja til þess að þrátt fyrir hlutabréfahrunið sýni afkomutölur fyrirtækja og félaga góða stöðu þeirra og töluverðan hagnað. Samkvæmt þeim sé ekki um efnahagslega niðursveiflu að ræða og því fé að sækja á mörkuðum. Á móti þessu kemur síðan pólitísk óvissa og vantrú á getu stjórnmálamanna til að grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn skuldakreppunni.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira