Orðrómur um 10 milljarða dollara gróða á lánshæfislækkun 9. ágúst 2011 08:48 Dularfullur fjárfestir eða vogunarsjóður er sagður hafa hagnast um 10 milljarða dollara, eða um tæplega 1.160 milljarða kr. á því að veðja á að Standard & Poor´s lækkaði topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. George Soros þykir líklegur sem þessi fjárfestir. Veðmálið fór fram í gegnum framvirka samninga um viðskipti með tugþúsundir bandarískra ríkisskuldabréfa. Sá sem stóð að því á að hafa lagt fram tæplega milljarð dollara og hefur fengið þá fjárfestingu sína 1.000% til baka. Í frétt um málið í Daily Mail segir að spurningar hafi vaknað um hvort viðkomandi fjárfestir hafi haft innherjaupplýsingar áður en hann fór í þessa viðskiptafléttu. Af þeim sökum hafa böndin borist að George Soros þar sem hann hefur unnið með stjórn Baracks Obama. Þá er einnig bent á að þegar veðmálinu var lokað seinni hluta síðasta mánaðar hafi Soros tilkynnt um lokun á vogunarsjóði sínum, einkum til að forðast eftirlit frá bandaríska fjármálaeftirlitinu. Rifjað er upp að það var George Soros sem snýtti Englandsbanka um einn milljarð dollara á degi sem kallað er „svarti miðvikudagurinn“ árið 1992. Þá veðjaði Soros á að bankinn gæti ekki haldið gengi pundsins uppi sem varð raunin. Heimildir sem standa nálægt Soros neita því að hann hafi staðið í veðmáli um hvort Standard & Poor´s myndi lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna eða ekki. Þessar heimildir telja raunar vafasamt að slíkt veðmál sé yfir höfuð staðreynd en ekki bara kjaftasaga. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Dularfullur fjárfestir eða vogunarsjóður er sagður hafa hagnast um 10 milljarða dollara, eða um tæplega 1.160 milljarða kr. á því að veðja á að Standard & Poor´s lækkaði topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. George Soros þykir líklegur sem þessi fjárfestir. Veðmálið fór fram í gegnum framvirka samninga um viðskipti með tugþúsundir bandarískra ríkisskuldabréfa. Sá sem stóð að því á að hafa lagt fram tæplega milljarð dollara og hefur fengið þá fjárfestingu sína 1.000% til baka. Í frétt um málið í Daily Mail segir að spurningar hafi vaknað um hvort viðkomandi fjárfestir hafi haft innherjaupplýsingar áður en hann fór í þessa viðskiptafléttu. Af þeim sökum hafa böndin borist að George Soros þar sem hann hefur unnið með stjórn Baracks Obama. Þá er einnig bent á að þegar veðmálinu var lokað seinni hluta síðasta mánaðar hafi Soros tilkynnt um lokun á vogunarsjóði sínum, einkum til að forðast eftirlit frá bandaríska fjármálaeftirlitinu. Rifjað er upp að það var George Soros sem snýtti Englandsbanka um einn milljarð dollara á degi sem kallað er „svarti miðvikudagurinn“ árið 1992. Þá veðjaði Soros á að bankinn gæti ekki haldið gengi pundsins uppi sem varð raunin. Heimildir sem standa nálægt Soros neita því að hann hafi staðið í veðmáli um hvort Standard & Poor´s myndi lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna eða ekki. Þessar heimildir telja raunar vafasamt að slíkt veðmál sé yfir höfuð staðreynd en ekki bara kjaftasaga.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira