Fótbolti

Mourinho eftir tapið á Nývangi í gær: Boltastrákarnir földu boltana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, mætti á blaðamannafund eftir 2-3 tap Real Madrid fyrir Barcelona í spænska Ofurbikarnum í gærkvöldi og reyndi að venju að hrista svolítið upp í hlutunum.

Það varð allt vitlaust milli liðanna eftir að Marcelo braut illa á Cesc Fabregas í uppbótartíma leiksins og enn á ný sýndu liðin tvö því bæði það besta og versta við fótboltann því sjálfur leikurinn var frábær skemmtun.

„Marcelo fékk rautt spjald af því að við vitum öll hvað gerist í tæklingum á ákveðnum stöðum á vellinum," sagði Jose Mourinho og var augljóslega að ýja að því að leikmenn Barcelona væru alltaf með leikararskap. Hann var samt ekki hættur í kyndingum á Barcelona-menn.

„Þetta var stórkostlegur fótboltaleikur frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Ég vil helst ekki gagnrýna það því ég veit að menn gera slíkt en boltastrákarnir földu boltana. Það gerist oft þegar litlu liðin eru komin í vandræði," sagði Jose Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×