Fótbolti

Spænskir leikmenn á leiðinni í verkfall - engir leikir um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gonzalo Higuain og Leo Messi spila í kvöld en líklega ekki um helgina.
Gonzalo Higuain og Leo Messi spila í kvöld en líklega ekki um helgina. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það hefur allt siglt í strand í samningaviðræðum spænsku deildarinnar og leikmannasamtakana á Spáni og það lítur því út fyrir að spænskir leikmenn verði komnir í verkfall þegar fyrsta umferðin  í spænsku deildinni á að fara fram um helgina.

Leikmannasamtökin eru meðal annars að berjast fyrir því að fá meiri tryggingu fyrir að leikmenn fái laun sín útborguð þegar félögin lenda í fjárhagsvandræðum.

„Við erum ekki búnir að ná samkomulagi," sagði José Luis Astiazaran, yfirmaður spænsku deildarinnar. Báðir aðilar kenna hvorum öðrum um hve staðan sé slæm en samkvæmt Astiazaran ætla menn að reyna að leysa þessa pattstöðu næstu daga.

Barcelona og Real Madrid spila í kvöld seinni leik sinn í ofurbikarnum á Spáni en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli í Madrid. Leikurinn hefst klukkan 21.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×