Enski boltinn

Wenger: Við seldum Fabregas á útsöluverði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að Barcelona hafi fengið Cesc Fabregas alltof ódýrt af því að leikmaðurinn hafi ekki viljað fara til neins annars félags. 35 þúsund manns tóku á móti Fabregas á Camp Nou í gær.

Barcelona mun borga 29 milljónir punda strax en upphæðin gæti hækkað upp í 35 milljónir gangi Fabregas vel á Spáni.

„Við seldum Cesc á útsöluverði því ef hann hefði verið á markaðnum þá hefðum við fengið mun meira fyrir hann," sagði Arsene Wenger.

Lið eins og Real Madrid, Chelsea og Manchester City hefðu öll verið tilbúin að borga nær 50 milljónum punda fyrir Fabregas og það veit Wenger vel.

„Ef Cesc hefði verið til sölu þá hefðum við getað skipulagt uppboð á milli Real Madrid, Chelsea og Man City og í framhaldinu fengið miklu meira fyrir hann. Cesc vildi bara fara til Barcelona," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×