Buffett hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 15. ágúst 2011 11:47 Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun sinni í grein sem hann skrifar í The New York Times. Þar segir hann stjórnmálamenn hafa kallað eftir sameiginlegum fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar, en að hann sjálfur hafi ekki þurft að fórna neinu. Buffet segist hafa haft samband við ofurríka félaga sína, og þeir hafi jafnframt ekki fundið fyrir neinum breytingum í opinberum gjöldum. Hann segir það ákaflega ósanngjarnt að á sama tíma og láglaunafólk og miðstéttin berjist fyrir sig í Afganistan, flestir Bandaríkjamenn eigi í vandræðum með að ná endum saman, fái hann og vinir hans miklar undanþágur frá sköttum. Buffet bendir á að tæp tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimili í bandaríkjunum hafi haft meira en eina milljón dollara í tekjur á síðasta ári. Hann telur því að hækka megi skatta á þessi heimili. Þá bendir hann jafnframt á að rúmlega átta þúsund heimili, þar með talið hans eigið heimili, hafi haft meira en tíu milljónir dollara í tekjur á síðasta ári. Á þann hóp megi leggja auka hátekjuskatt. Hann segir sjálfan sig og vini sína hafa verið ofdekraða af Bandaríkjaþingi í of langan tíma. Nú sé kominn tími á að hinir ofurríki taki þátt í hinum sameiginlega fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar.Grein Buffets má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun sinni í grein sem hann skrifar í The New York Times. Þar segir hann stjórnmálamenn hafa kallað eftir sameiginlegum fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar, en að hann sjálfur hafi ekki þurft að fórna neinu. Buffet segist hafa haft samband við ofurríka félaga sína, og þeir hafi jafnframt ekki fundið fyrir neinum breytingum í opinberum gjöldum. Hann segir það ákaflega ósanngjarnt að á sama tíma og láglaunafólk og miðstéttin berjist fyrir sig í Afganistan, flestir Bandaríkjamenn eigi í vandræðum með að ná endum saman, fái hann og vinir hans miklar undanþágur frá sköttum. Buffet bendir á að tæp tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimili í bandaríkjunum hafi haft meira en eina milljón dollara í tekjur á síðasta ári. Hann telur því að hækka megi skatta á þessi heimili. Þá bendir hann jafnframt á að rúmlega átta þúsund heimili, þar með talið hans eigið heimili, hafi haft meira en tíu milljónir dollara í tekjur á síðasta ári. Á þann hóp megi leggja auka hátekjuskatt. Hann segir sjálfan sig og vini sína hafa verið ofdekraða af Bandaríkjaþingi í of langan tíma. Nú sé kominn tími á að hinir ofurríki taki þátt í hinum sameiginlega fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar.Grein Buffets má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira