Grænar tölur á hlutabréfamörkuðum 13. ágúst 2011 12:08 Mynd úr safni Stærstu hlutabréfamörkuðum heimsins var lokað í grænum tölum í gær eftir afar sveiflukennda viku. Þetta hefur verið viðburðarík vika á verðbréfamörkuðum um allan heim, en verð á hlutabréfum hefur sveiflast mikið. Mikill titringur var í fjárfestum í byrjun vikunnar þegar markaðir opnuðu í fyrsta sinn eftir að lánshæfismat Bandaríkjanna var lækkað um síðustu helgi. Þá tóku hlutabréf um allan heim dýfu, en síðan þá hafa stærstu markaðir farið upp og niður til skiptis, jafnvel um mörg prósent í einu. Flestir markaðir voru þó í grænum tölum eftir daginn í gær þegar mörkuðum var lokað, þó heildarávöxtun hafi víða verið neikvæð yfir vikuna. Bandaríska Dow Jones vísitalan fór upp um rúmt prósent, en í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi risu helstu vísitölur um þrjú til fjögur prósent. Breska FTSE vísitalan fór í vikunni niður fyrir 5000 stig í fyrsta sinn í heilt ár, en var komin vel yfir 5300 stig í gær. Þó hlutabréfaverð sé víðast hvar enn lægra en þegar það var hvað hæst í ár, virðist þó við fyrstu sýn að betur hafi farið en á horfðist eftir þessa sveiflukenndu viku á mörkuðum. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stærstu hlutabréfamörkuðum heimsins var lokað í grænum tölum í gær eftir afar sveiflukennda viku. Þetta hefur verið viðburðarík vika á verðbréfamörkuðum um allan heim, en verð á hlutabréfum hefur sveiflast mikið. Mikill titringur var í fjárfestum í byrjun vikunnar þegar markaðir opnuðu í fyrsta sinn eftir að lánshæfismat Bandaríkjanna var lækkað um síðustu helgi. Þá tóku hlutabréf um allan heim dýfu, en síðan þá hafa stærstu markaðir farið upp og niður til skiptis, jafnvel um mörg prósent í einu. Flestir markaðir voru þó í grænum tölum eftir daginn í gær þegar mörkuðum var lokað, þó heildarávöxtun hafi víða verið neikvæð yfir vikuna. Bandaríska Dow Jones vísitalan fór upp um rúmt prósent, en í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi risu helstu vísitölur um þrjú til fjögur prósent. Breska FTSE vísitalan fór í vikunni niður fyrir 5000 stig í fyrsta sinn í heilt ár, en var komin vel yfir 5300 stig í gær. Þó hlutabréfaverð sé víðast hvar enn lægra en þegar það var hvað hæst í ár, virðist þó við fyrstu sýn að betur hafi farið en á horfðist eftir þessa sveiflukenndu viku á mörkuðum.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira