Vogunarsjóðir stórgræddu á að skortselja Pandóru 11. ágúst 2011 10:27 Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að frá því á föstudaginn var hafi vogunarsjóðir keypt til baka milljónir hluta í Pandóru. Hluti sem þeir fengu lánaða þegar gengið stóð í 250 dönskum kr. á hlut og seldu strax. Þeir eru nú að kaupa hlutina til baka á 50 danskar kr. Skortstöður í Pandóru jukust gífurlega frá því í apríl og fram að hinu mikla hruni í síðustu viku. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en þessi fjöldi fór í 21 milljón hluta skömmu fyrir hrunið. Þar sem 55 milljónir hluta eru á markaðinum í heild má sjá hversu mikið af veðmálum vogunarsjóðir tóku gegn Pandóru. Veðmálum sem þeir fleyta nú rjómann af. Börsen ræðir við Mads Zink sölustjóra hjá Danske Markets um málið. Hann segir af þessum 21 milljón hluta hafi 4 milljónir verið keyptar til baka í þessari viku. Þar sem munurinn á hlutunum var 200 danskar kr. er ljóst að vogunarsjóðirnir hafa grætt milljarða danskra kr. á skortsölunni eða tugi milljarða kr. Zink minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman séð annað eins umfang af skortstöðum gegn einu félagi í Danmörku. Zink segir að nú sé búið að loka flest öllum þessum skortstöðum sem þýðir að vogunarsjóðir telja að hlutir í Pandóru muni ekki lækka meir en orðið er, í bráð að minnsta kosti. Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Í ljós er komið að vogunarsjóðir stórgræddu á því að skortselja hluti í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. Sem kunnugt er af fréttum ríkir fullkomin óvissa um hverjar heimtur Seðlabankans verða af sölu FIH bankans eftir að hlutir í Pandóru hröpuðu um 65% á einum degi í síðustu viku. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen en þar segir að frá því á föstudaginn var hafi vogunarsjóðir keypt til baka milljónir hluta í Pandóru. Hluti sem þeir fengu lánaða þegar gengið stóð í 250 dönskum kr. á hlut og seldu strax. Þeir eru nú að kaupa hlutina til baka á 50 danskar kr. Skortstöður í Pandóru jukust gífurlega frá því í apríl og fram að hinu mikla hruni í síðustu viku. Í apríl voru 10 milljónir hluta í láni en þessi fjöldi fór í 21 milljón hluta skömmu fyrir hrunið. Þar sem 55 milljónir hluta eru á markaðinum í heild má sjá hversu mikið af veðmálum vogunarsjóðir tóku gegn Pandóru. Veðmálum sem þeir fleyta nú rjómann af. Börsen ræðir við Mads Zink sölustjóra hjá Danske Markets um málið. Hann segir af þessum 21 milljón hluta hafi 4 milljónir verið keyptar til baka í þessari viku. Þar sem munurinn á hlutunum var 200 danskar kr. er ljóst að vogunarsjóðirnir hafa grætt milljarða danskra kr. á skortsölunni eða tugi milljarða kr. Zink minnist þess ekki að hafa nokkurn tíman séð annað eins umfang af skortstöðum gegn einu félagi í Danmörku. Zink segir að nú sé búið að loka flest öllum þessum skortstöðum sem þýðir að vogunarsjóðir telja að hlutir í Pandóru muni ekki lækka meir en orðið er, í bráð að minnsta kosti.
Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira