Það vakti athygli á drættinum í riðla Evrópudeildarinnar í dag að fyrirvari var settur á þátttöku Sion frá Sviss. Celtic, sem beið lægri hlut gegn Sion í forkeppninni, hefur lagt fram kvörtun vegna þess að félagið telur Svisslendingana hafa notast við ólöglega leikmenn.
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic, staðfesti þetta að loknu 3-1 tapi skoska liðsins gegn Sviss í gær. Bæði Celtic og Rangers duttu út úr keppninni í gær og á Skotland engan fulltrúa í riðlum Evrópukeppnanna.
„Málið verður tekið fyrir á þriðjudag og þá fáum við að vita niðurstöðuna," sagði Lennon og hafði á orðið að eitt yrði yfir öll félög að ganga.
Pascal Feindouno, Mario Mutsch, Gabri, Jose Goncalves og Billy Ketkeophombhone voru í leikmannahópi Sion í Evrópudeildinni þrátt fyrir úrskurð Alþjóðaknattspyrnusambandsins um að leikmennirnir væru ekki gjaldgengir sökum félagaskiptabanns frá árinu 2010. Feindouno skoraði tvö af mörkum Sion í gærkvöld.
Knattspyrnusamband Sviss úrkurðaði að leikmennirnir væru gjaldgengir eftir að Sion vann mál fyrir rétti í heimalandinu. Evrópska knattspyrnusambandið UEFA varaði þó Svisslendingana við því að FIFA ætti síðasta orðið um hvort fimmmeningarnir væru löglegir eður ei.
Málið er nú á borði Íþróttamáladómstólsins og staðfesti dómstóllinn félagaskiptabann FIFA er líklegt að Sion yrði refsað sem gæti þýtt að félaginu væri meinað að spila í riðlakeppni Evrópudeildar.
Celtic gæti komist í Evrópudeildina eftir allt saman
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa
Íslenski boltinn






Kári Kristján semur við Þór Akureyri
Handbolti

Bonmatí vann þriðja árið í röð
Fótbolti

