Kínverski auðjöfurinn ætlar að fjárfesta fyrir 10-20 milljarða 25. ágúst 2011 18:37 Ákvörðun kínversks auðjöfurs að byggja upp lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum og í Reykjavík, fyrir tíu til tuttugu milljarða króna, er langstærsta fjárfesting af þessu tagi í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er Huang Nubo, maðurinn sem verður einn stærsti landeigandi á Íslandi, fallist stjórnvöld á kaup hans á þremur fjórðu hluta jarðarinnar Grímsstaða. Áhuga hans á Íslandi má rekja til Hjörleifs Sveinbjörnssonar þegar þeir voru ungir námsmenn í Peking-háskóla. „Við vorum saman í námi fyrir um þrjátíu árum síðan. Hann varð svo athafnamaður á Íslandi," segir Hjörleifur. Sem stjórnarformaður félagsins ZhongKun í Peking er Nubo orðinn umsvifamikill í ferðaþjónustu, ekki aðeins í Kína heldur einnig í Bandaríkjunum og Japan. „Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferðamannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu," segir Hjörleifur. Þegar horft er á landakortið skilst hversvegna slíkur maður sjái tækifæri á Grímsstöðum á Fjöllum, sem liggur vel við náttúruundrum eins og Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi, Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum. Á næstu þremur til fjórum árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur. Hjörleifur telur að uppbyggingin muni hafa jákvæð áhrif, ekki síst norðaustanlands. „Þetta er metnaðarfull ferðamennska, og hún er græn auk þess sem þetta skilar miklum peningum til landsins," segir Hjörleifur. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fagnar þessum áformum, segir þau stórtíðindi, og segir að viðlíka fjárfesting á þessu sviði ferðaþjónustunnar á Íslandi sé óþekkt. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ákvörðun kínversks auðjöfurs að byggja upp lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum og í Reykjavík, fyrir tíu til tuttugu milljarða króna, er langstærsta fjárfesting af þessu tagi í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er Huang Nubo, maðurinn sem verður einn stærsti landeigandi á Íslandi, fallist stjórnvöld á kaup hans á þremur fjórðu hluta jarðarinnar Grímsstaða. Áhuga hans á Íslandi má rekja til Hjörleifs Sveinbjörnssonar þegar þeir voru ungir námsmenn í Peking-háskóla. „Við vorum saman í námi fyrir um þrjátíu árum síðan. Hann varð svo athafnamaður á Íslandi," segir Hjörleifur. Sem stjórnarformaður félagsins ZhongKun í Peking er Nubo orðinn umsvifamikill í ferðaþjónustu, ekki aðeins í Kína heldur einnig í Bandaríkjunum og Japan. „Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferðamannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu," segir Hjörleifur. Þegar horft er á landakortið skilst hversvegna slíkur maður sjái tækifæri á Grímsstöðum á Fjöllum, sem liggur vel við náttúruundrum eins og Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi, Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum. Á næstu þremur til fjórum árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur. Hjörleifur telur að uppbyggingin muni hafa jákvæð áhrif, ekki síst norðaustanlands. „Þetta er metnaðarfull ferðamennska, og hún er græn auk þess sem þetta skilar miklum peningum til landsins," segir Hjörleifur. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fagnar þessum áformum, segir þau stórtíðindi, og segir að viðlíka fjárfesting á þessu sviði ferðaþjónustunnar á Íslandi sé óþekkt.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira