Fótbolti

Leikmaður úr b-liði Barcelona valinn í spænska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martín Montoya (númer 12) fagnar hér Evrópumeistaratitlinum í sumar.
Martín Montoya (númer 12) fagnar hér Evrópumeistaratitlinum í sumar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Vicente del Bosque, þjálfari Heims- og Evrópumeistara Spánverja hefur kallað á þrjá nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Chile og Liechtenstein í næstu viku. Þrír sterkir varnarmenn geta ekki spilað vegna meiðsla og því þurfti Del Bosque að kafa djúpt þegar hann valdi hópinn sinn.

Miðvarðarpar Barcelona, Gerard Pique og Carles Puyol, geta hvorugur spilað vegna meiðsla og þá er Andoni Iraiola, varnarmaður Athletic Bilbao einnig meiddur. Del Bosque hefur valið Alvaro Dominguez, miðvörð Atletico Madrid og Alberto Botia, varnarmann Sporting Gijon í hópinn sem og varnarmanninn Martín Montoya sem er leikmaður í b-liði Barcelona.

Martín Montoya er 20 ára hægri bakvörður sem lék tvo aðalliðsleiki með Barcelona-liðinu á síðustu leiktíð en var annars bara með b-liði Barcelona. Montoya hefur farið í gegnum unglingastarf Barcelonam en hann kom þangað þegar hann var aðeins níu ára gamall. Montoya var í 21 árs liði Spánverjar sem varð Evrópumeistari í Danmörku í sumar.

Landsliðshópur Spánverja:

Markmenn: Iker Casillas (Real Madrid), Pepe Reina (Liverpool), Victor Valdes (Barcelona).

Varnarmenn: Sergio Ramos (Real Madrid), Alvaro Arbeloa (Real Madrid), Raul Albiol (Real Madrid), Alvaro Dominguez (Atletico Madrid), Martin Montoya (Barcelona B), Alberto Botia (Sporting Gijon).

Miðjumenn: Sergio Busquets (Barcelona), Xabi Alonso (Real Madrid), Javi Martinez (Athletic Bilbao), Santi Cazorla (Malaga), Andres Iniesta (Barcelona), Xavi Hernandez (Barcelona), Thiago Alcantara (Barcelona), Cesc Fabregas (Barcelona).

Sóknarmenn: Fernando Torres (Chelsea), Alvaro Negredo (Sevilla), Juanma Mata (Chelsea), Fernando Llorente (Athletic Bilbao), David Silva (Manchester City), David Villa (Barcelona), Pedro Rodriguez (Barcelona).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×