Fótbolti

Samuel Eto'o orðinn launahæsti knattspyrnumaður í heimi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eto'o skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006 og árið 2009.
Eto'o skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006 og árið 2009. Nordic Photos/AFP
Kamerúninn Samuel Eto'o virðist lokins genginn til liðs við rússneska félagið Anzhi Makhachkala. Eto'o mun skrifa undir þriggja ára samning við félagið sem gerir hann að launahæsta knattspyrnumanni heims.

Félagaskipti Eto'o til rússneska liðsins hafa verið yfirvofandi í langan tíma. Talsmaður félagsins staðfesti fyrir skömmu við ítalska fjölmiðilinn Gazzetta dello Sport að málið væri frágengið og von á yfirlýsingu eftir innan við 45 mínútur.

Talið er að Eto'o fái 29 milljónir dollara í árslaun eða sem nemur 3.3 milljörðum íslenskra króna. Það er tæplega tvöföld laun Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Lionel Messi hjá Barelona.

Kaupverðið er talið vera um 39 milljónir dollara eða sem nemur 4.4 milljarði íslenskra króna.

Roberto Carlos er fyrirliði Anzhi Makhachkala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×