Evrópsk bankakreppa í uppsiglingu 22. ágúst 2011 08:35 „Ekki er hægt að útiloka að bankakerfi Evrópu verði fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þess óróa sem nú á sér stað á mörkuðum. Ólíkt bankakrísunni 2007-2008 er ekki um eiginlegan eiginfjárvanda að ræða, allavega ekki enn sem komið er. Jafnvel þótt það komi til umtalsverðrar skuldaniðurfærslu hjá PIIGS löndunum þar sem eign evrópska banka á þessum skuldabréfum er ekki mikil í hlutfalli við heildar eigið fé þeirra.“ Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Með PIIGS löndunum er átt við Portúgal, Írland, Ítalíu, Grikkland og Spán. Í Markaðspunktunum segir að greiðsluþrot evruríkis, upplausn evrunnar og/eða versnandi efnahagsumhverfi geta þó hæglega valdið eiginfjárskorti evrópskra banka. „Hlutabréfaverð evrópskra banka hefur hríðfalli síðustu misseri. Það má rekja til tveggja þátta. Í fyrsta lagi óttast fjárfestar að eigið fé þeirra sé minna virði en bækur þeirra segja til um og í öðru lagi eru fjármögnunarskilyrði bankanna að versna,“ segir í Markaðspunktunum. „Þrátt fyrir að ótti fjárfesta um stöðu evrópskra banka kunni að vera óverðskuldaður gæti þessi ótti einn og sér komið kerfinu um koll. Nú þegar eru komin merki um að evrópskum bönkum gangi illa að fjármagna sig. Veðlán evrópska seðlabankans eru mjög mikil í sögulegu samhengi en svo virðist sem að bankar séu að lána minna á milli sín en áður í tilraun til að afla lausafjár og minnka mótaðilaáhættu. Að sama skapi hafa innlán verið að flytjast úr bönkum í Suður-Evrópu og yfir til Þýskalands. Þá hafa bankar í Asíu og Bretlandi dregið úr eða jafnvel hætt að lána til franskra banka og eflaust annarra evrópskra banka. Að auki hefur Seðlabankinn í New York áhyggjur af fjármögnun evrópska banka sem starfa í Bandaríkjunum. Bankar eru að lána minna á milli sín þar sem menn telja að líkur á gjaldþroti séu meiri en oft áður. Þessi þróun er mjög slæm þar sem evrópskir bankar eru margir hverjir fjármagnaðir til mjög skamms tíma. Þótt nær ótakmarkað lánsfé standi til boða hjá evrópska seðlabankanum er ekki víst að það geti fyllt það skarð sem alvarleg lausafjárkrísa skilur eftir sig. Þá gætu bankar neyðst til að selja eignir á brunaútsölu sem veldur eiginfjárvanda. Þótt vandinn sé í eðli sínu mun viðráðanlegri en í fjármálakrísunni 2007-2008 getur staðan auðveldlega orðið jafn slæm og hún var þá og jafnvel verri. Ein helsta ástæðan fyrir því er að árið 2008 gat hið opinbera ábyrgst bankakerfið og komið í veg fyrir algjört hrun. Þá var lánshæfi hins opinbera í raun lagt að veði. Nú eru hins vegar flest ríki ekki nægjanlega burðug til að standa á bak við bankakerfi síns lands. Að sama skapi má benda á að árið 2008 þóttu nokkrar fjármálastofnanir „of stórar til að falla“ en stærstu fjármálastofnanir heimsins hafa aldrei verið stærri en einmitt í dag.“ Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
„Ekki er hægt að útiloka að bankakerfi Evrópu verði fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þess óróa sem nú á sér stað á mörkuðum. Ólíkt bankakrísunni 2007-2008 er ekki um eiginlegan eiginfjárvanda að ræða, allavega ekki enn sem komið er. Jafnvel þótt það komi til umtalsverðrar skuldaniðurfærslu hjá PIIGS löndunum þar sem eign evrópska banka á þessum skuldabréfum er ekki mikil í hlutfalli við heildar eigið fé þeirra.“ Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Með PIIGS löndunum er átt við Portúgal, Írland, Ítalíu, Grikkland og Spán. Í Markaðspunktunum segir að greiðsluþrot evruríkis, upplausn evrunnar og/eða versnandi efnahagsumhverfi geta þó hæglega valdið eiginfjárskorti evrópskra banka. „Hlutabréfaverð evrópskra banka hefur hríðfalli síðustu misseri. Það má rekja til tveggja þátta. Í fyrsta lagi óttast fjárfestar að eigið fé þeirra sé minna virði en bækur þeirra segja til um og í öðru lagi eru fjármögnunarskilyrði bankanna að versna,“ segir í Markaðspunktunum. „Þrátt fyrir að ótti fjárfesta um stöðu evrópskra banka kunni að vera óverðskuldaður gæti þessi ótti einn og sér komið kerfinu um koll. Nú þegar eru komin merki um að evrópskum bönkum gangi illa að fjármagna sig. Veðlán evrópska seðlabankans eru mjög mikil í sögulegu samhengi en svo virðist sem að bankar séu að lána minna á milli sín en áður í tilraun til að afla lausafjár og minnka mótaðilaáhættu. Að sama skapi hafa innlán verið að flytjast úr bönkum í Suður-Evrópu og yfir til Þýskalands. Þá hafa bankar í Asíu og Bretlandi dregið úr eða jafnvel hætt að lána til franskra banka og eflaust annarra evrópskra banka. Að auki hefur Seðlabankinn í New York áhyggjur af fjármögnun evrópska banka sem starfa í Bandaríkjunum. Bankar eru að lána minna á milli sín þar sem menn telja að líkur á gjaldþroti séu meiri en oft áður. Þessi þróun er mjög slæm þar sem evrópskir bankar eru margir hverjir fjármagnaðir til mjög skamms tíma. Þótt nær ótakmarkað lánsfé standi til boða hjá evrópska seðlabankanum er ekki víst að það geti fyllt það skarð sem alvarleg lausafjárkrísa skilur eftir sig. Þá gætu bankar neyðst til að selja eignir á brunaútsölu sem veldur eiginfjárvanda. Þótt vandinn sé í eðli sínu mun viðráðanlegri en í fjármálakrísunni 2007-2008 getur staðan auðveldlega orðið jafn slæm og hún var þá og jafnvel verri. Ein helsta ástæðan fyrir því er að árið 2008 gat hið opinbera ábyrgst bankakerfið og komið í veg fyrir algjört hrun. Þá var lánshæfi hins opinbera í raun lagt að veði. Nú eru hins vegar flest ríki ekki nægjanlega burðug til að standa á bak við bankakerfi síns lands. Að sama skapi má benda á að árið 2008 þóttu nokkrar fjármálastofnanir „of stórar til að falla“ en stærstu fjármálastofnanir heimsins hafa aldrei verið stærri en einmitt í dag.“
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira