Forseti Villarreal telur að spænsk knattspyrna sé að deyja Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2011 21:00 Leikmenn Villareal réðu ekkert við Messi í gær. Mynd. / Getty Images Fernando Roig, forseti Villarreal, lætur spænska knattspyrnusambandið heyra það í fjölmiðlum og segir að verið sé að drepa smærri liðin í deildinni. Roig kallar eftir breytingum í spænska boltanum svo ekki verði alltaf um tveggja hesta kapphlaup að ræða eins og hefur verið undanfarinn ár. Barcelona og Real Madrid berjast ávallt um titilinn og ná önnur lið sjaldan að ógna þeim. „Ef við viljum að deildin snúist aðeins um tvær viðureignir, þá höldum við áfram með sama fyrirkomulag en ég er viss um að fáir vilji slíkt. Annaðhvort verður breyting á eða við eigum eftir að drepa spænska knattspyrnu," sagði Roig við spænska fjölmiðla. Villarreal tapaði 5-0 gegn Barcelona í fyrstu umferð spænsku deildarkeppninnar og félagið átti í raun aldrei möguleika gegn meisturunum. Real Madird sigraði síðan Real Zaragoza 6-0 um helgina, en það er nokkuð ljóst að aðeins tvö lið eiga eftir að berjast um meistaratitilinn. „Ég þarf að selja leikmenn til að halda félaginu gangandi fjárhagslega á meðan aðrir fá endalaus lán og virðast hafa töluvert dýpri vasa en önnur lið". „Barcelona átti sigurinn fullkomlega skilið í gær, þeir léku óaðfinnanlega á meðan við vorum virkilega lélegir". Auk þess fá Barcelona og Real Madrid gríðarlegar fjárhæðir fyrir sjónvarpsrétt á meðan önnur félög fá lítið sem ekkert miðað við risana tvo. Roig telur að á meðan ástandið sé svona þá sé ekki hægt að keppa við spænsku stórveldin, bilið mun aðeins verða breiðara. Spænski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Fernando Roig, forseti Villarreal, lætur spænska knattspyrnusambandið heyra það í fjölmiðlum og segir að verið sé að drepa smærri liðin í deildinni. Roig kallar eftir breytingum í spænska boltanum svo ekki verði alltaf um tveggja hesta kapphlaup að ræða eins og hefur verið undanfarinn ár. Barcelona og Real Madrid berjast ávallt um titilinn og ná önnur lið sjaldan að ógna þeim. „Ef við viljum að deildin snúist aðeins um tvær viðureignir, þá höldum við áfram með sama fyrirkomulag en ég er viss um að fáir vilji slíkt. Annaðhvort verður breyting á eða við eigum eftir að drepa spænska knattspyrnu," sagði Roig við spænska fjölmiðla. Villarreal tapaði 5-0 gegn Barcelona í fyrstu umferð spænsku deildarkeppninnar og félagið átti í raun aldrei möguleika gegn meisturunum. Real Madird sigraði síðan Real Zaragoza 6-0 um helgina, en það er nokkuð ljóst að aðeins tvö lið eiga eftir að berjast um meistaratitilinn. „Ég þarf að selja leikmenn til að halda félaginu gangandi fjárhagslega á meðan aðrir fá endalaus lán og virðast hafa töluvert dýpri vasa en önnur lið". „Barcelona átti sigurinn fullkomlega skilið í gær, þeir léku óaðfinnanlega á meðan við vorum virkilega lélegir". Auk þess fá Barcelona og Real Madrid gríðarlegar fjárhæðir fyrir sjónvarpsrétt á meðan önnur félög fá lítið sem ekkert miðað við risana tvo. Roig telur að á meðan ástandið sé svona þá sé ekki hægt að keppa við spænsku stórveldin, bilið mun aðeins verða breiðara.
Spænski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira