Vilja niðurskurð og betri skattheimtur í Grikklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2011 19:45 Bob Traa, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi, leggst gegn skattahækkunum í landinu. Mynd/ AFP. Grikkland þarf betri skattheimtur og meiri niðurskurð, en ekki skattahækkanir. Með því má koma í veg fyrir frekari áföll í efnahagslífi landsins. Þetta kom fram í máli forystumanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins funda í kvöld til þess að meta hvort Grikkir hafi fylgt efnahagsáætlun sinni nægjanlega vel að undanförnu. Grikkland hefur samið við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu samkvæmt sameiginlegri efnahagsáætlun þeirra. Fyrsti hluti lánsins hefur þegar verið greiddur og nú eru Grikkir að freista þess að fá annan hlutann. Upphæðin nemur 8 milljörðum evra. BBC segir að Grikkir þurfi að fá annan hluta fyrir lok næsta mánaðar, annars fari ríkið í greiðsluþrot. Skilyrði fyrir því að lánið verði veitt er fyrst og fremst það að umsvif ríkisins verði minnkuð, stofnunum lokað og opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Að auki hafa grísk stjórnvöld boðist til þess að setja eignaskatt á sem yrði innheimtur með orkureikningum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggst þó gegn slíku. „Þetta verður hvorki skynsamlegt á efnahagslegan né pólitískan hátt," segir Bob Traa fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi. Hins vegar væri rétt að bæta skattkerfið og koma í veg fyrir skattaundanskot. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Grikkland þarf betri skattheimtur og meiri niðurskurð, en ekki skattahækkanir. Með því má koma í veg fyrir frekari áföll í efnahagslífi landsins. Þetta kom fram í máli forystumanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins funda í kvöld til þess að meta hvort Grikkir hafi fylgt efnahagsáætlun sinni nægjanlega vel að undanförnu. Grikkland hefur samið við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu samkvæmt sameiginlegri efnahagsáætlun þeirra. Fyrsti hluti lánsins hefur þegar verið greiddur og nú eru Grikkir að freista þess að fá annan hlutann. Upphæðin nemur 8 milljörðum evra. BBC segir að Grikkir þurfi að fá annan hluta fyrir lok næsta mánaðar, annars fari ríkið í greiðsluþrot. Skilyrði fyrir því að lánið verði veitt er fyrst og fremst það að umsvif ríkisins verði minnkuð, stofnunum lokað og opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Að auki hafa grísk stjórnvöld boðist til þess að setja eignaskatt á sem yrði innheimtur með orkureikningum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggst þó gegn slíku. „Þetta verður hvorki skynsamlegt á efnahagslegan né pólitískan hátt," segir Bob Traa fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi. Hins vegar væri rétt að bæta skattkerfið og koma í veg fyrir skattaundanskot.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira