Pálmi Rafn skoraði í tapleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2011 19:29 Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Stefán Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark sinna manna í Stabæk er liðið tapaði fyrir Odd Grenland á heimavelli, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Pálmi Rafn lék allan leikinn og skoraði markið á 82. mínútu þegar staðan var 2-0 fyrir gestina. Markið skoraði hann af stuttu færi eftir snarpa sókn Stabæk en þetta var hans sjöunda deildarmark í ár. Þá vann Viking 2-0 sigur á Sogndal og lagði Birkir Bjarnason upp síðara mark sinna manna undir lok leiksins. Birkir lék allan leikinn fyrir Viking, sem og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Stabæk er í áttunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 22 leiki en Viking er í ellefta sætinu með 30 stig. Þá fóru fram fjölmargir leikir í norsku B-deildinni í dag. Hönefoss vann Sandnes Ulf í miklum Íslendingaslag, 1-0, en þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan leikinn með Hönefoss. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn með Sandnes Ulf en Ingimundur Níels Óskarsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Atli Heimisson lék allan leikinn með Asker sem vann 1-0 sigur á Bryne og Sverrir Hilmar Gunnarsson gerði slíkt hið sama með liði sínu, Mjöndalen, er liðið vann Strömmen, 2-1. Guðmann Þórisson var í byrjunarliði Nybergsund sem vann góaðn sigur á Löv-Ham, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir snemma leiks. Mörk Nybergsund komu öll á síðustu 30 mínútum leiksins. Sandefjord og Sandnes Ulf eru á toppi deildarinnar með 43 stig hvort en síðarnefnda liðið á þó tvo leiki til góða. Sandnes Ulf hefur þó tapað tveimur leikjum í röð og hefur því toppbarátta deildarinnar opnast upp á gátt. Hönefoss og Bodö/Glimt eru aðeins tveimur stigum á eftir í næstu tveimur sætum en Mjöndalen og Asker eru bæði um miðja deild. Nybergsund er í fallsæti sem stendur, því fjórtánda af sextán með 21 stig. Þá var einnig Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. IFK Gautaborg vann 2-0 sigur á Örebro á útivelli. Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru í liði IFK en Hjörtur Logi Valgarðsson var á bekknum, rétt eins og Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá Örebro. Í Hollandi kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á sem varamaður á 67. mínútu er lið hans, AZ, vann 2-1 sigur á Waalwijk á útivelli. AZ er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, jafn mörg og topplið Twente. Ajax og Feyenoord koma svo næst með fjórtán stig hvort. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark sinna manna í Stabæk er liðið tapaði fyrir Odd Grenland á heimavelli, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Pálmi Rafn lék allan leikinn og skoraði markið á 82. mínútu þegar staðan var 2-0 fyrir gestina. Markið skoraði hann af stuttu færi eftir snarpa sókn Stabæk en þetta var hans sjöunda deildarmark í ár. Þá vann Viking 2-0 sigur á Sogndal og lagði Birkir Bjarnason upp síðara mark sinna manna undir lok leiksins. Birkir lék allan leikinn fyrir Viking, sem og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Stabæk er í áttunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 22 leiki en Viking er í ellefta sætinu með 30 stig. Þá fóru fram fjölmargir leikir í norsku B-deildinni í dag. Hönefoss vann Sandnes Ulf í miklum Íslendingaslag, 1-0, en þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan leikinn með Hönefoss. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn með Sandnes Ulf en Ingimundur Níels Óskarsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Atli Heimisson lék allan leikinn með Asker sem vann 1-0 sigur á Bryne og Sverrir Hilmar Gunnarsson gerði slíkt hið sama með liði sínu, Mjöndalen, er liðið vann Strömmen, 2-1. Guðmann Þórisson var í byrjunarliði Nybergsund sem vann góaðn sigur á Löv-Ham, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir snemma leiks. Mörk Nybergsund komu öll á síðustu 30 mínútum leiksins. Sandefjord og Sandnes Ulf eru á toppi deildarinnar með 43 stig hvort en síðarnefnda liðið á þó tvo leiki til góða. Sandnes Ulf hefur þó tapað tveimur leikjum í röð og hefur því toppbarátta deildarinnar opnast upp á gátt. Hönefoss og Bodö/Glimt eru aðeins tveimur stigum á eftir í næstu tveimur sætum en Mjöndalen og Asker eru bæði um miðja deild. Nybergsund er í fallsæti sem stendur, því fjórtánda af sextán með 21 stig. Þá var einnig Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. IFK Gautaborg vann 2-0 sigur á Örebro á útivelli. Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru í liði IFK en Hjörtur Logi Valgarðsson var á bekknum, rétt eins og Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá Örebro. Í Hollandi kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á sem varamaður á 67. mínútu er lið hans, AZ, vann 2-1 sigur á Waalwijk á útivelli. AZ er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, jafn mörg og topplið Twente. Ajax og Feyenoord koma svo næst með fjórtán stig hvort.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira