Skýrt hlutverk Jón Gnarr skrifar 13. september 2011 10:41 Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, virðist hafa sérkennilegan skilning á hlutverki borgarstjóra og embætti borgarritara sem auglýst var nú um helgina. Mér finnst rétt að leiðrétta þennan misskilning. Hanna Birna heldur því fram í fréttum um helgina að borgarkerfið sé að þenjast út. Ekkert er jafn fjarri sannleikanum. Hún misskilur eitthvað þar. Veit hún ekki betur eða er hún kannski að misskilja viljandi? Er hún búin að gleyma því að árið 2007 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram eins tillögu um stofnun embættis borgarritara? Kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur ekki aukist eins og hún heldur líka fram í sama viðtali. Hann hefur þvert á móti lækkað umtalsvert eins og Hönnu Birnu á að vera vel kunnugt um. Þar hefur starfsfólki fækkað og rekstrarkostnaður lækkað. Ekkert er á reiki varðandi verkefni borgarstjóra. Ég mun áfram verða æðsti embættismaður borgarinnar og þeirra sviða sem Reykjavíkurborg rekur. Reyndar eru sviðin orðin færri núna. Menntasvið, leikskólasvið og frístundahluti ÍTR sameinuðust í nýtt skóla- og frístundasvið sem tók til starfa nú í vikunni. Skrifstofustjóri borgarstjóra hefur haft yfirumsjón með því verkefni og embætti borgarritara á einmitt að skoða og gera tillögur um hvernig hægt er að fara í enn frekari sameiningar skrifstofa og gera miðlæga stjórnsýslu borgarinnar einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari. Þetta á að vera stöðugt verkefni í rekstri borgarinnar. Borgarritari verður staðgengill borgarstjóra. Það er ekkert nýtt. Borgarstjóri hefur alltaf haft staðgengil. Slíkur staðgengill hefur heitið skrifstofustjóri borgarstjóra og hann hefur einnig verið kallaður borgarritari. Stundum hefur borgarlögmaður jafnvel verið staðgengill borgarstjóra. Þegar Hanna Birna var sjálf borgarstjóri og brá sér til útlanda var skrifstofustjóri borgarstjórnar jafnan staðgengill hennar. Staðgengill borgarstjóra leysir hann ekki af í vinnunni dags daglega eins og Hanna Birna heldur fram. Hér er um að ræða nauðsynlegan hlut í stjórnsýslu þar sem staðgengill verður að vera til staðar ef, í þessu tilviki borgarstjóri, er af einhverjum orsökum fjarverandi. Hlutverkin eru mjög skýr. Staða borgarritara er mjög spennandi, krefjandi og lifandi starf. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta sem telja sig hæfa til að gegna embættinu til að sækja um stöðuna. Umsóknarfrestur rennur út 26. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, virðist hafa sérkennilegan skilning á hlutverki borgarstjóra og embætti borgarritara sem auglýst var nú um helgina. Mér finnst rétt að leiðrétta þennan misskilning. Hanna Birna heldur því fram í fréttum um helgina að borgarkerfið sé að þenjast út. Ekkert er jafn fjarri sannleikanum. Hún misskilur eitthvað þar. Veit hún ekki betur eða er hún kannski að misskilja viljandi? Er hún búin að gleyma því að árið 2007 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram eins tillögu um stofnun embættis borgarritara? Kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur ekki aukist eins og hún heldur líka fram í sama viðtali. Hann hefur þvert á móti lækkað umtalsvert eins og Hönnu Birnu á að vera vel kunnugt um. Þar hefur starfsfólki fækkað og rekstrarkostnaður lækkað. Ekkert er á reiki varðandi verkefni borgarstjóra. Ég mun áfram verða æðsti embættismaður borgarinnar og þeirra sviða sem Reykjavíkurborg rekur. Reyndar eru sviðin orðin færri núna. Menntasvið, leikskólasvið og frístundahluti ÍTR sameinuðust í nýtt skóla- og frístundasvið sem tók til starfa nú í vikunni. Skrifstofustjóri borgarstjóra hefur haft yfirumsjón með því verkefni og embætti borgarritara á einmitt að skoða og gera tillögur um hvernig hægt er að fara í enn frekari sameiningar skrifstofa og gera miðlæga stjórnsýslu borgarinnar einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari. Þetta á að vera stöðugt verkefni í rekstri borgarinnar. Borgarritari verður staðgengill borgarstjóra. Það er ekkert nýtt. Borgarstjóri hefur alltaf haft staðgengil. Slíkur staðgengill hefur heitið skrifstofustjóri borgarstjóra og hann hefur einnig verið kallaður borgarritari. Stundum hefur borgarlögmaður jafnvel verið staðgengill borgarstjóra. Þegar Hanna Birna var sjálf borgarstjóri og brá sér til útlanda var skrifstofustjóri borgarstjórnar jafnan staðgengill hennar. Staðgengill borgarstjóra leysir hann ekki af í vinnunni dags daglega eins og Hanna Birna heldur fram. Hér er um að ræða nauðsynlegan hlut í stjórnsýslu þar sem staðgengill verður að vera til staðar ef, í þessu tilviki borgarstjóri, er af einhverjum orsökum fjarverandi. Hlutverkin eru mjög skýr. Staða borgarritara er mjög spennandi, krefjandi og lifandi starf. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta sem telja sig hæfa til að gegna embættinu til að sækja um stöðuna. Umsóknarfrestur rennur út 26. september næstkomandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun