Mótmælendur handteknir á Wall Street 25. september 2011 11:45 Wallstreet í New York mynd/afp Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Áætlunin „Hernemum Wall Street" sem bandarískir mótmælendur og aðgerðasinnar skipulögðu hefur nú staðið yfir í viku. Hún byrjaði sem friðsamleg og nokkuð fámenn mótmæli en mótmælendum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Margir þeirra hafa sett um nokkurs konar búðir í fjármálahverfi New York borgar og hafa gist þar undanfarna daga í svefnpokum. Hiti færðist í leikinn í gær þegar áttatíu mótmælendur voru handteknir, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins New York Times, en mótmælendurnir, sem voru nokkur hundruð talsins, hugðust ganga norður í mótmælagöngu í átt að Union Square. Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að flestir hefðu verið handteknir fyrir að stöðva umferð bæði bíla og gangandi vegfarenda og einnig fyrir að mótþróa, ósamvinnuþýðni og brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn frá því að gegna skyldustörfum. Og í einu tilviki fyrir árás á lögreglumann. Mótmælendurnir segja að piparúða hafi verið beitt og um 85 mótmælendur hafi verið handteknnir. Einn mótmælandi segist í samtali við New York Times hafa verið úðuð með piparúða fyrir það eitt að spyrja hvers vegna félagi hennar hafi verið handtekinn. Mótmælin, sem standa enn yfir, beinast að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað almenning. Þau hófust á laugardaginn fyrir rúmri viku og voru skipulögð af samtökum sem kalla sig General Assembly. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Um áttatíu mótmælendur voru í gær handteknir skammt frá kauphöllinni í New York en stíf mótmæli hafa verið á Wall Street undanfarna viku. Mótmælendurnir eru að andmæla kapítalisma og björgun bankanna. Áætlunin „Hernemum Wall Street" sem bandarískir mótmælendur og aðgerðasinnar skipulögðu hefur nú staðið yfir í viku. Hún byrjaði sem friðsamleg og nokkuð fámenn mótmæli en mótmælendum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Margir þeirra hafa sett um nokkurs konar búðir í fjármálahverfi New York borgar og hafa gist þar undanfarna daga í svefnpokum. Hiti færðist í leikinn í gær þegar áttatíu mótmælendur voru handteknir, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins New York Times, en mótmælendurnir, sem voru nokkur hundruð talsins, hugðust ganga norður í mótmælagöngu í átt að Union Square. Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að flestir hefðu verið handteknir fyrir að stöðva umferð bæði bíla og gangandi vegfarenda og einnig fyrir að mótþróa, ósamvinnuþýðni og brot gegn valdstjórninni með því að hindra lögreglumenn frá því að gegna skyldustörfum. Og í einu tilviki fyrir árás á lögreglumann. Mótmælendurnir segja að piparúða hafi verið beitt og um 85 mótmælendur hafi verið handteknnir. Einn mótmælandi segist í samtali við New York Times hafa verið úðuð með piparúða fyrir það eitt að spyrja hvers vegna félagi hennar hafi verið handtekinn. Mótmælin, sem standa enn yfir, beinast að fjármálakerfinu sem mótmælendur segja að hygli sérstaklega efnuðu fólki á kostnað almenning. Þau hófust á laugardaginn fyrir rúmri viku og voru skipulögð af samtökum sem kalla sig General Assembly.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira