Fótbolti

Ronaldo með þrennu þegar Real Madrid burstaði Rayo Vallecano

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ronaldo og félagar fagna í dag.
Ronaldo og félagar fagna í dag. Nordic Photos / AFP
Portúgalinn Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum þegar Real Madrid hristi af sér brösugt gengi að undanförnu með 6-2 heimasigri á grönnum sínum í Rayo Vallecano.

Gestirnir sem eru einnig frá Madrid byrjuðu betur og Michu kom þeim yfir eftir aðeins 15 sekúndna leik. Heimamenn voru lengi að svara fyrir sig en mörk frá Ronaldo og Gonzalo Higuain sáu til þess að þeir leiddu 2-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik opnuðust flóðgáttirnar. Ronaldo skoraði tvívegis úr vítaspyrnu á sitthvorum enda hálfleiksins. Þess á milli skoruðu Frakkarnir Karim Benzema og Raphaël Varane sitt markið hvor. Michu minnkaði muninn í 3-2 snemma í hálfleiknum.

Angel Di Maria spiluðu stóran hluta síðari hálfleiksins manni færri eftir að Angel Di Maria var rekinn af velli með sitt annað gula spjald.

Real Madrid komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar í bili með 10 stig. Barcelona getur skotist upp fyrir þá með sigri á Atletico Madrid en liðin eigast við á Nývangi.

Topplið deildarinnar, Real Betis, á ekki leik fyrr en á mánudagskvöld gegn enn einu Madridarliðinu, Getafe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×