Markaðir í Evrópu enn í niðursveiflu Hafsteinn Hauksson skrifar 23. september 2011 12:23 Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu risu lítillega um uppundir hálft prósent þegar markaðir opnuðu í morgun, en hafa síðan þá lækkað og voru skömmu fyrir fréttir orðnar rauðar á ný. Þetta fylgir í kjölfar stórfalls á mörkuðum í gær, þegar vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hrundu um um það bil fimm prósent. Það voru viðvaranir bandaríska seðlabankans um horfurnar í bandarísku efnahagslífi sem settu kollsteypuna af stað í gær, en ofan á þær lögðust ummæli framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forstjóra Alþjóðabankans um að heimshagkerfið stefndi á hættulegar slóðir. Þrjár stærstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna fengu einnig á sig risahögg í gær vegna þessa og lokuðu allar niðri um meira en þrjú prósent. G20 hópurinn svokallaði, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims, brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Enn liggur þó ekkert fyrir um nákvæmlega hvað mun felast í aðgerðunum, sem tilkynnt verður um í byrjun nóvember, en meðal þess sem markaðir hafa kallað eftir er aukinn fjárhagslegur samruni evruríkjanna, til dæmis með sameiginlegri skuldabréfaútgáfu, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu risu lítillega um uppundir hálft prósent þegar markaðir opnuðu í morgun, en hafa síðan þá lækkað og voru skömmu fyrir fréttir orðnar rauðar á ný. Þetta fylgir í kjölfar stórfalls á mörkuðum í gær, þegar vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hrundu um um það bil fimm prósent. Það voru viðvaranir bandaríska seðlabankans um horfurnar í bandarísku efnahagslífi sem settu kollsteypuna af stað í gær, en ofan á þær lögðust ummæli framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forstjóra Alþjóðabankans um að heimshagkerfið stefndi á hættulegar slóðir. Þrjár stærstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna fengu einnig á sig risahögg í gær vegna þessa og lokuðu allar niðri um meira en þrjú prósent. G20 hópurinn svokallaði, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims, brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Enn liggur þó ekkert fyrir um nákvæmlega hvað mun felast í aðgerðunum, sem tilkynnt verður um í byrjun nóvember, en meðal þess sem markaðir hafa kallað eftir er aukinn fjárhagslegur samruni evruríkjanna, til dæmis með sameiginlegri skuldabréfaútgáfu, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira