Fótbolti

Santa Cruz skoraði tvö og nýliðar Real Betis eru með fullt hús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roque Santa Cruz fagnar marki í kvöld.
Roque Santa Cruz fagnar marki í kvöld. Mynd/AFP
Roque Santa Cruz, fyrrum leikmaður Manchester City og Blackburn Rovers, skoraði tvö mörk fyrir Real Betis í kvöld þegar liðið vann 4-3 sigur á Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Real Betis kom upp úr b-deildinni í vor og er búið að vinna alla fjóra leiki sína á tímabilinu til þessa. Betis-liðið er með tveggja stiga forskot á Valencia á toppnum en liðið hefur fengið fjórum stigum meira en Barcelona (4. sæti) og fimm stigum meira en Real Madrid (8. sæti).

Real Betis komst í 4-1 í leiknum í kvöld en fékk síðan á sig tvö mörk í lokin eftir það missti Casto af velli með rautt spjald á 69. mínútu.

Roque Santa Cruz, sem er á láni hjá félaginu frá Manchester City, kom Real Betis í 1-0 á 7. mínútu og í 4-1 á 49. mínútu. Salva Sevilla (12. mínúta) og Urkiaga Benat Etxebarria (47. mínúta) skoruðu hin mörk Real Betis liðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×