Fótbolti

Mourinho: Komið fram við okkur eins og glæpamenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, segir að sitt lið fái ekki réttláta meðferð í fjölmiðlum á Spáni. Mikið er látið með lætin sem urðu í leik liðsins gegn Levante.

Upp úr sauð í leiknum, sem Madrid tapaði 1-0, er Angel di Maria, leikmaður Madrid, tæklaði einn leikmann Levante hraustlega. Di Maria varð sér enn frekar til skammar fljótlega er hann lét sig falla til jarðar án þess að nokkur hafi komið við hann.

Sami Khedira, leikmaður Madrid, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með það rauða er hann hrinti einum leikmanni Levante í hasarnum.

"Ég myndi nú ekki segja að þetta hafi verið einhver fjöldaslagsmál. Þegar Spánn og Síle mættust á dögunum og slógust var talað um að lætin hefðu þétt hópinn hjá liðunum. Ef Madrid gerir það sama þá erum við glæpamenn," sagði Mourinho svekktur en hann var mjög óánægður með Khedira.

"Það sem hann gerði var barnalegt. Það var ólíkt honum að haga sér svona og hann fær sína refsingu."

Hér að ofan má sjá myndband af látunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×