Búa sig undir meiri afskriftir á skuldum Grikklands 17. október 2011 14:36 Það hefur harkalega verið tekist á í Grikklandi að undanförnu, vegna niðurskurðar. Hér sjást slökkviliðsmenn í átökum við lögreglumenn, fyrir framan þinghúsið í Aþenu. Óvíst er að áætlun sem takmarkar tjón af efnahagsvanda Grikklands verði samþykkt af leiðtogum Evrópuríkja. Stjórnendur banka sem eiga grísk skuldabréf eru þegar farnir að búa sig undir að tjónið verði meira en þjóðarleiðtogar hafa gefið í skyn. Þetta segir Stephen Evans, viðskiptablaðamaður breska ríkisútvarpsins BBC, í pistli á vefsíðu BBC í dag. Hann skrifar frá Berlín, þar sem hann er staddur til að fylgjast með viðræðum fulltrúa ýmissa fjármálastofnana sem eiga kröfur á Grikkland. Evans segir að nú sé búist við því að afskrifa þurfi meira en 21% af skuldum Grikklands, en sérstakt ráð kröfuhafa bauðst til þess í júlí sl. að niðufæra skuldir landsins sem því nemur. Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, lét hafa eftir sér í gær að nauðsynlegt væri að endurvekja viðræður við kröfuhafa. Líklegt væri að afskrifa þurfi meira af skuldum landsins. Leiðtogar Evrópuríkja hafa undanfarnar tvær vikur fundað nær linnulaust vegna skuldavanda Grikklands og skuldugra fjármálastofnana í álfunni. Schaeuble segir að næstu tvær vikur muni skipta sköpum við að takmarka tjónið af þeim erfiðleikum sem fyrir hendi eru. Sjá pistil Evans hér. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Óvíst er að áætlun sem takmarkar tjón af efnahagsvanda Grikklands verði samþykkt af leiðtogum Evrópuríkja. Stjórnendur banka sem eiga grísk skuldabréf eru þegar farnir að búa sig undir að tjónið verði meira en þjóðarleiðtogar hafa gefið í skyn. Þetta segir Stephen Evans, viðskiptablaðamaður breska ríkisútvarpsins BBC, í pistli á vefsíðu BBC í dag. Hann skrifar frá Berlín, þar sem hann er staddur til að fylgjast með viðræðum fulltrúa ýmissa fjármálastofnana sem eiga kröfur á Grikkland. Evans segir að nú sé búist við því að afskrifa þurfi meira en 21% af skuldum Grikklands, en sérstakt ráð kröfuhafa bauðst til þess í júlí sl. að niðufæra skuldir landsins sem því nemur. Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, lét hafa eftir sér í gær að nauðsynlegt væri að endurvekja viðræður við kröfuhafa. Líklegt væri að afskrifa þurfi meira af skuldum landsins. Leiðtogar Evrópuríkja hafa undanfarnar tvær vikur fundað nær linnulaust vegna skuldavanda Grikklands og skuldugra fjármálastofnana í álfunni. Schaeuble segir að næstu tvær vikur muni skipta sköpum við að takmarka tjónið af þeim erfiðleikum sem fyrir hendi eru. Sjá pistil Evans hér.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira