Umfjöllun og viðtöl: Valur-Keflavík 70-84 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2011 21:05 Pálína Gunnlaugsdóttir. Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Keflavíkur er komnar í gang eftir öruggan 14 stiga sigur á Val, 84-70, í Vodafone-höllinni í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum annan leikinn í röð og reyndist Valsliðinu erfið í þriðja leikhlutanum þegar Keflavík gerði nánast út um leikinn. Bæði lið áttu góða spretti í fyrsta leikhlutanum en Keflavík tók frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem það lét aldrei af hendi. Keflavík var 41-35 yfir í hálfleik og var síðan með 15 stig forskot fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 25-16. Valsliðið náði aðeins að laga stöðuna í lokin en sigur Keflavíkur var aldrei í hættu. Valur var með frumkvæðið í byrjun, komst í 7-4 og 10-6 og 14-10 yfir eftir fimm mínútna leik. Keflavíkurliðið fór þá í gang, skoraði 7 stig í röð og komst yfir í 17-14. Valskonan Kristrún Sigurjónsdóttir endaði leikhlutann á þriggja stiga körfu og staðan var því jöfn, 19-19, eftir fyrsta leikhlutann. Í upphafi annars leikhluta skildu aðeins leiðir. Keflavík nýtti sér sofandahátt Valsliðsins á þessum kafla og náði tíu stiga forskoti, 38-28, eftir frábæran kafla þar sem liðið skoraði mikið úr hröðum upphlaupum. Valsliðið lagaði aðeins stöðuna fram að hálfleik en Keflavík var sex stigum yfir, 41-35, eftir fyrri hálfleikinn. Úrslitin réðust síðan nánast í þriðja leikhlutanum sem Keflavíkurliðið vann 25-16, setti niður fimm þriggja stiga körfur og náði alls sjö sóknarfráköstum sem reyndist Valsliðinu dýrkeypt. Pálína Gunlaugsdóttir fór þarna á kostum gegn svæðisvörninni og skoraði alls 14 stig í leikhlutanum þar af setti hún niður fjórar þriggja stiga körfur. Keflavíkurliðið bætti við forskotið í fjórða leikhluta og náði alls 24 stiga forskoti, 76-52, áður en Valskonur náðu aðeins að minnka muninn á lokakafla leiksins. Pálína Gunnlaugsdóttir (27 stig/5 fráköst/6 stolnir) átti flottan leik hjá Keflavík, Jaleesa Butler var með frábæra línu (15 stig/15 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir) og Birna Valgarðsdóttir skoraði sín 16 stig á réttum tímapunktum. Hin unga Sara Rún Hinriksdóttir setti niður 13 stig og greinilega tilbúin í þess deild þrátt fyrir ungan aldur. Kristrún Sigurjónsdóttir var í sérflokki hjá Val með 23 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en aðrar hafa spilað betur. Bandaríski bakvörðurinn Melissa Leichlitner fann sig sem dæmi alls ekki og var mjög rög í sókninni.Pálína: Þetta var algjör veisla fyrir mig „Loksins er ég komin í gang því ég var í það minnsta ekki með á undirbúningstímabilinu. Hugarfarið breyttist hjá mér. Ég var kannski aðeins afslappaðari og fór að einbeita mér að því að láta leikinn koma til mín," sagði Pálín Gunnlaugsdóttir sem hefur skorað 59 stig í síðustu tveimur leikjum Keflavíkur. „Ég þakka Valstelpunum kærlega fyrir að bjóða mér upp á þriggja stiga skotið upp á toppnum sem og liðsfélögunum fyrir að finna mig. Þetta var algjör veisla fyrir mig í dag og sem betur fer setti ég þetta niður," sagði Pálína. „Valur er með hörkugott lið og þetta hefði alveg eins getað verið jafn leikur. Við vorum að setja skotin okkar niður í dag og vorum bara sterkari," sagði Pálína sem líður vel við hliðina á ungu stelpunum. „Það er geggjað að spila með þessum ungu stelpum. Það er ekki langt síðan að ég var ung og mér finnst æðislegt að fá að vera reynsluboltinn í liðinu og kenna þeim. Það eru forréttindi.Þetta lítur rosalega vel út og við erum með rosalega margar góðar ungar stelpur. Þær eiga eftir að hjálpa okkur heilan helling í vetur," sagði Pálína.Ágúst: Kraftlausar eins og á móti Snæfelli „Þetta gekk alveg afleitlega hjá okkur. Það vantaði allan kraft í liðið sem er rosalega skrýtið því það var rosalega mikill kraftur í liðinu í síðasta leik," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. „Liðið var mjög svipað og á móti Snæfelli í fyrstu umferðinni, mjög kraftlausar og byrjuðu ekki að spila þennan leik fyrr en þrjár mínútur voru eftir. Þá kom aðeins meiri kraftur og þær voru ekki lengur ragar að skjóta. Við skoruðum jafnmörg stig síðustu þrjár mínúturnar í seinni hálfleik og við skoruðu fyrstu 17 mínúturnar," sagði Ágúst. „Þær gerðu okkur lífið leitt með fráköstum og tóku 11 fleiri fráköst en við. Við töpum líka fleiri boltum en þær og þær eru því að taka miklu fleiri skot en við," segir Ágúst. „Því miður fyrir okkur er leikur okkar alltof sveiflukenndur en við þurfum bara að skoða þetta betur og fara vel yfir þetta. Við þurfum að finna hvað við getum tekið gott úr þessu," sagði Ágúst.Signý: Við erum ennþá bara í október „Þetta gekk ekki vel hjá okkur. Á tímabili í leiknum er eins og það vanti meiri baráttu í okkur. Við þurfum að bæta það, bæði að stíga úr og vera ákveðnari," sagði Signý Hermannsdóttir, fyrirliði Vals. „Svæðið fór illa með okkur því þær hittu vel á móti því. Það var samt fínt að prófa svæðisvörnina á þessum tíma en það gekk bara ekki. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Það má ekki gleyma Pálínu fyrir utan þriggja stiga línuna og við gerðum það. Það er ekki vænlegt til árangurs," sagði Signý. „Þegar við smellum saman þá verðum við rosalega góðar. Við erum ennþá bara að finna liðið og að vinna í ýmsum málum. Þegar við sýnum þessa góða spretti þá hafa þeir verið verulega góðir.Við þurfum bara að halda áfram og finna jafnvægið og svo toppum við bara á réttum tíma," sagði Signý. „Það er slæmt að tapa og maður vill það ekki. Við erum samt bara í október ennþá þannig að við förum ekki að gráta strax," sagði Signý.Falur: Ég ætla að veðja á þessar ungu stelpur „Þetta er á leiðinni. Við erum að vinna okkur út úr því áfalli sem við urðum fyrir þegar við misstum leikstjórnandann okkar. Það gerist hægt og hljótt og við erum á réttri leið í því," sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur en Ingibjörg Jakobsdóttir sleit krossband í byrjun tímabilsins. „Ég er á þeirri skoðun að ef við hleypum leiknum upp þá geta ekki öll lið hlaupið með okkur allan leikinn. Það var raunin því við stungum af í seinni hálfleik. Lið þreytast þegar þau eru pressuð allan leikinn og þau fara að henda boltanum til okkar í fjórða leikhluta," sagði Falur. „Þær skyldu Pálínu eftir opna og hún var að hitta. Það er samt mikilvægast að þessu þriggja stiga skot voru að koma eftir nokkrar sendingar. Það skiptir miklu máli að vera ekki að taka þessi sókn snemma í sókninni. Hún fékk alltaf galopin skot eftir nokkrar sendingar og hitti úr þessu," sagði Falur. „Birna og Pálína eru leiðtogar liðsins enda eru þær fyrirliðarnir. Við erum með ungar stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor. það gengur ágætlega hjá þeim en það gengur mishratt. Þetta kemur og ég ætla að veðja á þær," sagði Falur.Valur-Keflavík 70-84 (19-19, 16-22, 16-25, 19-18)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 23/10 fráköst/5 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 12/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst, Melissa Leichlitner 5/5 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/5 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Þórunn Bjarnadóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 3Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 27/5 fráköst/6 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16/5 fráköst, Jaleesa Butler 15/15 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 4/10 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Íslandsmeistarar Keflavíkur er komnar í gang eftir öruggan 14 stiga sigur á Val, 84-70, í Vodafone-höllinni í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum annan leikinn í röð og reyndist Valsliðinu erfið í þriðja leikhlutanum þegar Keflavík gerði nánast út um leikinn. Bæði lið áttu góða spretti í fyrsta leikhlutanum en Keflavík tók frumkvæðið í öðrum leikhlutanum sem það lét aldrei af hendi. Keflavík var 41-35 yfir í hálfleik og var síðan með 15 stig forskot fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 25-16. Valsliðið náði aðeins að laga stöðuna í lokin en sigur Keflavíkur var aldrei í hættu. Valur var með frumkvæðið í byrjun, komst í 7-4 og 10-6 og 14-10 yfir eftir fimm mínútna leik. Keflavíkurliðið fór þá í gang, skoraði 7 stig í röð og komst yfir í 17-14. Valskonan Kristrún Sigurjónsdóttir endaði leikhlutann á þriggja stiga körfu og staðan var því jöfn, 19-19, eftir fyrsta leikhlutann. Í upphafi annars leikhluta skildu aðeins leiðir. Keflavík nýtti sér sofandahátt Valsliðsins á þessum kafla og náði tíu stiga forskoti, 38-28, eftir frábæran kafla þar sem liðið skoraði mikið úr hröðum upphlaupum. Valsliðið lagaði aðeins stöðuna fram að hálfleik en Keflavík var sex stigum yfir, 41-35, eftir fyrri hálfleikinn. Úrslitin réðust síðan nánast í þriðja leikhlutanum sem Keflavíkurliðið vann 25-16, setti niður fimm þriggja stiga körfur og náði alls sjö sóknarfráköstum sem reyndist Valsliðinu dýrkeypt. Pálína Gunlaugsdóttir fór þarna á kostum gegn svæðisvörninni og skoraði alls 14 stig í leikhlutanum þar af setti hún niður fjórar þriggja stiga körfur. Keflavíkurliðið bætti við forskotið í fjórða leikhluta og náði alls 24 stiga forskoti, 76-52, áður en Valskonur náðu aðeins að minnka muninn á lokakafla leiksins. Pálína Gunnlaugsdóttir (27 stig/5 fráköst/6 stolnir) átti flottan leik hjá Keflavík, Jaleesa Butler var með frábæra línu (15 stig/15 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir) og Birna Valgarðsdóttir skoraði sín 16 stig á réttum tímapunktum. Hin unga Sara Rún Hinriksdóttir setti niður 13 stig og greinilega tilbúin í þess deild þrátt fyrir ungan aldur. Kristrún Sigurjónsdóttir var í sérflokki hjá Val með 23 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar en aðrar hafa spilað betur. Bandaríski bakvörðurinn Melissa Leichlitner fann sig sem dæmi alls ekki og var mjög rög í sókninni.Pálína: Þetta var algjör veisla fyrir mig „Loksins er ég komin í gang því ég var í það minnsta ekki með á undirbúningstímabilinu. Hugarfarið breyttist hjá mér. Ég var kannski aðeins afslappaðari og fór að einbeita mér að því að láta leikinn koma til mín," sagði Pálín Gunnlaugsdóttir sem hefur skorað 59 stig í síðustu tveimur leikjum Keflavíkur. „Ég þakka Valstelpunum kærlega fyrir að bjóða mér upp á þriggja stiga skotið upp á toppnum sem og liðsfélögunum fyrir að finna mig. Þetta var algjör veisla fyrir mig í dag og sem betur fer setti ég þetta niður," sagði Pálína. „Valur er með hörkugott lið og þetta hefði alveg eins getað verið jafn leikur. Við vorum að setja skotin okkar niður í dag og vorum bara sterkari," sagði Pálína sem líður vel við hliðina á ungu stelpunum. „Það er geggjað að spila með þessum ungu stelpum. Það er ekki langt síðan að ég var ung og mér finnst æðislegt að fá að vera reynsluboltinn í liðinu og kenna þeim. Það eru forréttindi.Þetta lítur rosalega vel út og við erum með rosalega margar góðar ungar stelpur. Þær eiga eftir að hjálpa okkur heilan helling í vetur," sagði Pálína.Ágúst: Kraftlausar eins og á móti Snæfelli „Þetta gekk alveg afleitlega hjá okkur. Það vantaði allan kraft í liðið sem er rosalega skrýtið því það var rosalega mikill kraftur í liðinu í síðasta leik," sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. „Liðið var mjög svipað og á móti Snæfelli í fyrstu umferðinni, mjög kraftlausar og byrjuðu ekki að spila þennan leik fyrr en þrjár mínútur voru eftir. Þá kom aðeins meiri kraftur og þær voru ekki lengur ragar að skjóta. Við skoruðum jafnmörg stig síðustu þrjár mínúturnar í seinni hálfleik og við skoruðu fyrstu 17 mínúturnar," sagði Ágúst. „Þær gerðu okkur lífið leitt með fráköstum og tóku 11 fleiri fráköst en við. Við töpum líka fleiri boltum en þær og þær eru því að taka miklu fleiri skot en við," segir Ágúst. „Því miður fyrir okkur er leikur okkar alltof sveiflukenndur en við þurfum bara að skoða þetta betur og fara vel yfir þetta. Við þurfum að finna hvað við getum tekið gott úr þessu," sagði Ágúst.Signý: Við erum ennþá bara í október „Þetta gekk ekki vel hjá okkur. Á tímabili í leiknum er eins og það vanti meiri baráttu í okkur. Við þurfum að bæta það, bæði að stíga úr og vera ákveðnari," sagði Signý Hermannsdóttir, fyrirliði Vals. „Svæðið fór illa með okkur því þær hittu vel á móti því. Það var samt fínt að prófa svæðisvörnina á þessum tíma en það gekk bara ekki. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Það má ekki gleyma Pálínu fyrir utan þriggja stiga línuna og við gerðum það. Það er ekki vænlegt til árangurs," sagði Signý. „Þegar við smellum saman þá verðum við rosalega góðar. Við erum ennþá bara að finna liðið og að vinna í ýmsum málum. Þegar við sýnum þessa góða spretti þá hafa þeir verið verulega góðir.Við þurfum bara að halda áfram og finna jafnvægið og svo toppum við bara á réttum tíma," sagði Signý. „Það er slæmt að tapa og maður vill það ekki. Við erum samt bara í október ennþá þannig að við förum ekki að gráta strax," sagði Signý.Falur: Ég ætla að veðja á þessar ungu stelpur „Þetta er á leiðinni. Við erum að vinna okkur út úr því áfalli sem við urðum fyrir þegar við misstum leikstjórnandann okkar. Það gerist hægt og hljótt og við erum á réttri leið í því," sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur en Ingibjörg Jakobsdóttir sleit krossband í byrjun tímabilsins. „Ég er á þeirri skoðun að ef við hleypum leiknum upp þá geta ekki öll lið hlaupið með okkur allan leikinn. Það var raunin því við stungum af í seinni hálfleik. Lið þreytast þegar þau eru pressuð allan leikinn og þau fara að henda boltanum til okkar í fjórða leikhluta," sagði Falur. „Þær skyldu Pálínu eftir opna og hún var að hitta. Það er samt mikilvægast að þessu þriggja stiga skot voru að koma eftir nokkrar sendingar. Það skiptir miklu máli að vera ekki að taka þessi sókn snemma í sókninni. Hún fékk alltaf galopin skot eftir nokkrar sendingar og hitti úr þessu," sagði Falur. „Birna og Pálína eru leiðtogar liðsins enda eru þær fyrirliðarnir. Við erum með ungar stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor. það gengur ágætlega hjá þeim en það gengur mishratt. Þetta kemur og ég ætla að veðja á þær," sagði Falur.Valur-Keflavík 70-84 (19-19, 16-22, 16-25, 19-18)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 23/10 fráköst/5 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 12/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst, Melissa Leichlitner 5/5 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/5 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Þórunn Bjarnadóttir 3, Hallveig Jónsdóttir 3Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 27/5 fráköst/6 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16/5 fráköst, Jaleesa Butler 15/15 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 4/10 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira