KR vann í kvöld góðan sigur, 77-72, á Snæfell í Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni.
Gestirnir voru örlítið betri í fyrsta leikhlutanum og höfðu yfir 16-13 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum.
Þá tóku heimastúlkur völdin á vellinum og léku virkilega vel næstu tvö leikhluta. KR-ingar höfðu tíu stiga forystu fyrir loka fjórðunginn ,60-50, og róðurinn nokkuð þungur fyrir Hólmara.
Heimastúlkur náðu að innbyrða sigur í leiknum og unnu með 77-72 stigum.
Reyana Colson var atkvæðamest í liði heimastúlkna með 29 stig og 9 fráköst en Sigrún Ámundsdóttir kom henni næst með 20 stig og 10 fráköst.
Kieraah Marlow gerði 23 stig fyrir Snæfell og tók 8 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir var með 16 stig og Hildur Sigurðardóttir skoraði 11 stig, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á móti sínum gömlu félögum. +
KR hefur unnið alla þrjá leiki sínu á tímabilinu og eru í efsta sæti deildarinnar en Snæfell hefur aðeins unnið einn leik.
KR-Snæfell 79-72 (13-16, 23-18, 24-16, 19-22)
KR: Reyana Colson 29/9 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/10 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/7 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 10/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 2/8 fráköst, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2.
Snæfell: Kieraah Marlow 23/8 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 16/4 fráköst, Hildur Sigurdardottir 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 6/12 fráköst, Rósa Indriðadóttir 4, Sara Mjöll Magnúsdóttir 4.
KR-stúlkur með fullt hús stiga eftir sigur á Snæfell
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




Sektin hans Messi er leyndarmál
Fótbolti
